Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 9

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 9
55 A með sauma í hönd og sannrar gleði nýtur, því sólin skín á fjöllin himinblá. Og svanninn smái á sveininn unga lítur og svo á ærnar. Þeim ei gleyma má. Og dagur líður. Sögur eru sagcSar og sungið ljóð og stundum fleira en eitt. Og stundum eru litlar hendur lagðar svo létt á vanga’, en enn þá kyst ei neitt. Og það er gaman. Hús úr hellusteinum á holti reist og leggja talin fjöld og það er mergð af ungum álfasveinum, sem eru að dansa og leika sér í kvöld. Og kvöldið blessað hvíldir öllum faerir, er kveður sólin, býður góða nótt. Á hverju strái dropar titra tærir og tárvot jörðin dregur andann rótt. II. • Nú sorgum fjarri’ eg sit hér einn og vaki, því sólin skín og Ijóð mitt knúð af veiku vængjataki nú vitjar þín. Þú, móðir, veist, að leiðin mín var löngum svo langt frá þér

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.