Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 23

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 23
69 Frægðarþrá. Framh. “Eg þekki hjartalag konunnar minnar,” hé!t hann áfram. “Hún var munaðarleysingi, og hún myndi ahJrei fyrirgefa mér, ef eg léti yður fara.” — “Kom- ið,” sagði hann, þegar hann sá hik á mér. “Eg hefi nú fyrir þremur að sjá, og þér gætuð aðstoðað mig. Eg þarf oft á aðstoð að halda. Og nú verður Gretchen að hvílast frá öllum störfum um stund. Og sláttur og hesjun fer bráðum í hönd.” Þarna sló hann naglann á höfuðið. Það var ein- mitt þetta, sem eg þráði, að geta gleymt sálarkvöl minni við erfiða vinnu. Við snerum aftur og geng- um hvítaveginn fram hjá húsunum litlu. Allir voru að verki, nema börn og gamalmenni, sem Voru í ná- munda við hvert hús. Og þau horfðu á mig, ókunna manninn, forvitnislega, en þó hlýlega. Við staðnæmdumst við kofadyr Péturs. Hann fékk mér hrífu í hönd og heygaffal. En hann sjálfur axlaði orf og ljá. Og við lögðum af stað til tún- bletts þar uppi í hlíðinni, sem var svo einkennilega ljósgrænn í skjóli dökkra furutrjánna. Svo þannig var það, að eg kom til þorpsins litla milli hæðanna og varð einn af hópnum, hóp þessa ó- brotna fólks, sem hafði varla heyrt um glæp getið og varla þekti synd.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.