Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 12

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 12
58 Og hvað um það, vinur, þó teig eftir teig f>ar taki ’ann og einn sé um sukkið? Því Bakkus f>ar tignar hann, tilbið’r um stund. Þar tifar sál hans í minningalund. Og þannig er daglega sagan hans sögð * og silfraS er fátt eða litað. Og þannig út æfina leið hans mun lögð og lengi það hefi eg vitað. En eg vildi óska, að hann ætti sér vín uns æfinnar ljós hans á skarinu dvín. (Pittsfield ’21.) Er húmar*). Það húmar og himin allur er hulinn skýjamergð og haustsins vindar harðir um hafið eru á ferð. Sem bjargfuglar baði vængi, er blæs í fiðrið hVítt — földunum öldurnar ypta um úthafið kalt og vítt. *) Stæling- Sbr. “Twilight” eftir Longfellow.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.