Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 48

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 48
94 með ánægjubrosi á vörunum. Og svona gengur þaS hringinn í kring. Og þær segja aldrei neitt annað. . En þær eru reglulegir fábjánar, ha?. Eg legg það undir úrskurð þinn. En Guði sé Iof, eg er ekki slíkur fábjáni. Stundum finst mér, að eg sé ekki einu sinni ístöðu- leysingi. Eg leik á horn. Eg er í hornaflokknum. Eg (þekki nóturnar. Það er ætlast til þess, að við séum allir bjánar í hornaflokknum, nema sá, sem “slær taktinn”, drepur dyninn, ha, ha! Hann er hringlandi vitlaus. Okkur er það öllum ljóst, en við tölum að eins um það okkar á milli. Hann þykist vera pólitíkus og hafa náð í stöðuna þess vegna. Og við erum meinlausir og viljum ekki gera neitt svo > hann verði rekinn. Eg ber bumbuna. Eg veit ekki, hvernig þeir færu að á stofnuninni, ef eg væri þar ekki. Eg var veikur einu sinni, og enn þann dag í , dag er það mér gáta, að alt gekk sinn vanagang eins fyrir því. Eg gæti komist héðan, ef eg vildi. Eg er ekki eins þreklítill og sumir kynnu að halda. En eg skemti mér of vel. Þar að auki, alt myndi fara í handaskolum, ef eg færi. En eg er hræddur um, að einn góðan veðurdag þá uppgötvi þeir, að það er alls ekki neitt athugavert við mig, og sendi mig út í umheiminn til þess að vinna fyrir mér sjálfur. Eg þekki umheiminn og mér geðjast ekki að honum. Heimilið fyrir mig. Þú sérð, hvernig eg glotti stundum. Mér er það ekki sjálfrátt. Þó get eg glott, þegar mér sýnist.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.