Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 30

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 30
76 “Nú fer eg niður að læk, Tumi. Það er best þú verðir með.” Tumi gekk hægt til hennar, sagði ekki neitt. “Bara að hún gangi ekki út að glugganum,” hugs- aði hann, — en Þórunn þurfti ekki svo langt. Hún sá það á svip hans, að þar mundu liggja nokkrir dauðir flugnalíkamir. — En hún sagði ekki neitt um það. “Farðu fram í eldhús, taktu þvottafatið og berðu það niður eftir. En týndu ekki blákkudósinni.” Tumi hljóp fram. — Þórunn beið á hlaðinu, við bæjardyrnar. Sólin glóði á lækinn. Hann var vatnsmikill, enda ekki komið langt fram á vorið. En þó hlýindi. Dagarnir voru yndislegir. Túnin óðum að grænka. Sóleygj- ar og fíflar komnir í hlaðvarpann. Geldingahnappar í holtin. Og lambajarmur og folaldahnegg kvað við úti í högunum annað veifið. Það var fallegt á Urriðalæk, Jjví var ekki að neita. Sérstaklega seinni hluta dags, þegar sólin var farin að færast niður undir Múlann, þegar komið var undir sólarlag og geislar kvöldsólarinnar léku sér um alt, á læknum, á firðinum — og í úðanum yfir litla foss- inum. Þó var næstum fallegra þar um fjöruna. Eða það fanst Þórunni. Þá stóð hún oft aðgerðarlaus stundarkorn og horfði út á fjörðinn. Álarnir hvísl- uðust um leiruna og leiruhryggirmr á milli þeirra voru eins og bök á stórum hvölum, stórum, sofandi hvöl- um. — En hún stóð aldrei lengi aðgerðalaus til þess

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.