Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 38

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 38
84 “Eg hefi séð þig sitja hérna um sólarlagsbil og stara út á hafið. Og eg hefi séð brjóst þín rísa og hníga eins og gullöldurnar úti á firðinum. Og eg hefi lesið augu þín. “Ást! Ást! ”, las eg þar. Og sál mín sveimaði í kringum þig, því eg las í augunum þín- um bláu, að sálþín þráði sál mína.” v En er hann hafði mælt þetta, féll hún að barmi hans, því hún unni honum. Og þau undu saman uns roða tók af skýjum á austurloftinu. , Þá hvarf hann á braut. — En hún gekk heim og bauð foreldrum sínum góð- an daginn. Og þau litu í augu hennar, en hún leit undan og tár féllu af augum hennar. Og faðir hennar og móðir litu í augu hvors annars og það skein skelfing og ótti úr þeim, er þau heyrðu hvíslað þúsund röddum, ekki: ást, ást, heldur: ást og blóð, ást og blóð!. Og engar rósir spruttu við fætur þeirra. Og þau grétu og hvert tár þeirra var blóðdropi. — Þá Ieit faðir Sunnu á haiía hrærður og mælti: “Hví líturðu niður, barnið mitt, er við lítum þig ástaraugum?” Og Sunna tók til máls og sagði: “Þið eigið ekki ást mína lengur.” fOg þá er hún hafði mælt þetta, grét hún og gekk niður að firðinum. Hún gekk þar um daga og sat þar um nætur. En þá er liðið var ár frá þeirri stund, jer hún sagði við foreldra síha: “Þið eigið ekki ást _mína lengur”, gekk hún niður að firðinum. Og hún

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.