Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 24

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 24
70 Annar kapítuli: Æskuástir. Um líf mitt mánuðina, sem á eftir fóru, er ekki margt í frásögur færandi. Pétur náði inn heyinu af engjunum, með aðstoð minni, áður en haustrigning- arnar fóru í hönd, en þetta haustið var óvenju vætu- samt. En frá mörgum unaðsríkum kvöldum gæti eg sagt, þegar eg sat á mosagrónum steini fyrir utan kofann, sat þar og horfði á sólarlagið, horfði á glampann, sem lék um tindana smáfærast neðar og svo bláa skugga kvöldsins læðast upp dalinn og leggjast á hverja laut og hvern hól. Og fram undan var vatnið, eins og dökk, skínandi perla, þegar geisl- ar aftansólarinnar léku um það. Eg var oftast lúmn á kvöldin, því þegar eg kom til Vossevangen, var eg óvanur líkamlegu erfiði, og þekti eigi ánægjuna innra fyrir, sem kemur fram í huga manns eftir vel unnið dagsverk. Og eg kyntist bá fyrst hinni dásamlegu náttúru Guðs vors, er hún hrífur mannssálina mest, í dögun og um sólarlagsbil. Eg hugsaði lítið, því það lét sál mína standa augliti til auglitis við hið liðna, sem eg þráði að gleyma. En stundum, þegar eg sat úti og rökkva tók og dalur- inn var eins og langt, dökt strik fyrir augum sálar minnar, þá lifði eg í landi draumanna og eg sá hug- sýnir. Það var eins og draumarnir fæddust í hug mínum um leið og skuggarnir lögðust á dalinn. Og við og við, á þessum draumstundum, barst söngur Péturs eða Gretchen að eyrum mínum, söngur þeirra, er þau sungu ungann sinn í svefn.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.