Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 47

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 47
93 ast vera “fínir” menn, eru of hrokafullir. En það er ekkert varið í þá. Það er að eins dramb og hroki, sem einkennir þá. Ungfrú Kelsey segir, að eg sé of ræðinn, tali of mikið. En eg tala af viti. Og bað er ekki hægt að segja neitt slíkt um hina. Og Dal- rymple, læknirinn, segir að eg sé mælskur. Og það er gáfa, eins og allir vita. Eg er honum sammála. Þú ættir að hlusta á mig halda ræðu, þegar eg er einn eða hefi fábjána fyrir áheyrendur. Stundum langar mig til þess að gerast pólitíkus. En það er svo van- þakklátt. Og það dregur úr mér kjarkinn. Póli- tíkusar verða að vera mælskumenn. Þess vegna eru þeir aldrei vinnulausir. f þessari byggingu eru engir vitleysingar. Að eins þreklitlar sálir, andlegir aum- ingjar. Og nú ætla eg að segja þér dálítið, sem er heldur en ekki skrítið. Það eru tólf stúlkur hérna á f stofnuninni, sem ganga um beina í borðsalnum. Stundum, þegar þær hafa lagt bolla og diska og þess háttar á borðin, og eru búnar að því áður en að mál- tíðarstund er komið, þá tylla þær sér niður.. Þær setja stólana í hripg á gólfið og tylla sér á þá. Og eg læðist að hurðinni og hlusta. Stundum ætla eg al- veg að springa af hlátri. Veistu, hvað þær segja? Það er si-svona. Þær þegja um stund. Og loks segir ein þeirra: “Guði sé lof, að eg er ekki fá- bjáni”. Og allar hinar kinka kolli og líta ánægju- lega út. Svo þegja þær allar um stund. Og næsta stúlkan í hringnum segir sömu orðin: “Guði sé lof, að eg er ekki fábjáni”, og svo kinka þær allar kolli

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.