Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 28

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 28
74 sýndist hann vart beygður af elli. Blærinn kastaði til silfurlokkunum hans. Og eg leit á andlit hans. Or því skein friður, friður manns, sem getur litið aft- ur á langt, vel unnið æfistarf, syndlítið líf. Eg gat ekki séð, að hann væri orðinn þreyttur um of og var í þann veginn að mótmæla, þegar hann hélt áfram ræðu sinni og spurði blátt áfram: (Meira.) d* Æfintýrið. Suðandi flugur í gluggakistunni. Annað veifið fljúga þær beint á rúðuna, en hrapa jafn harðan nið- ur aftur. Þær vilja út, út! Út í lognið og hlýindin og sólskinið — og undan fingrunum hans Tuma litla. Því Tumi er brellinn. Hann hefir skriðið upp á borðið, sem stendur undir baðstofuglugganum. Hann er á flugnaveiðum. Auðvitað! Hann má ekki fara út. Hann gæti dottið í lækinn — eða ofan í brunninn. Svo sagði hún mamma hans að minsta kosti, og hann varð að húka inni, af því mamma hans var inni. Af því hún var að þvo þvott frammi í eldhúsi. En bráðum færi hún niður að læk að skola og þá ætlaði hann með. Þar ætlaði hann að vera meðan mamma hans skolaði og blákkaði nið- ur við stokkinn í læknum. Og hann ætlaði sér að Easta steinum í lækinn, stórum steinum, svo gus-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.