Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 6

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 6
52 ,7 Dimt er á bæjum. Stína starir stundir langar í myrkur nætur. Brestur í ísum. Brotna skarir á breiðu fljóti, en öldruð grætur konan, sem hafði kossa gefið og kærleik allan og ást, í meinum. Síðan æfinnar stirt var stefið og stundir langar. Hún sinti ei neinum. Kyrð er á bæjum. Endir æfi æðimargra er á snjófgum fjöllum. Og kannske var það við hennar hæfi, er hálfa æfi var leiði öllum. Því hennar var lund að ögra öðrum og arka leið sína bæjum fjarri. En nú var hún rúin fögrum “fjöðrum”, en fegri en áður og Guði nærri. Kveikt er á bæjum. Rísa reykir og renna sér út í hríðarbylinn. Uti stormurinn fönnum feykir, faðmar tindana og sópar gilin. 1 brekánshlýju á Brekku er ókyr breyskur Guðsþjónn í draumaþjarki, sem Stína þar afturgengin arki og á ’ann sæki, þegar hann mókir. (Troy ’ 19.)

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.