Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 36

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 36
unum. Eitt orð iþaut án afláts eftir öllum þráðum heila hans, orðið: æfintýri, æfintýri! Mamma hans tók hann í fang sér, settist á hesta- pteininn og horfði á kvöldroðann um stund. Svo hóf hún æfintýrið: “Einu sinni, endur fyrir löngu, bjuggu ung hjón hérna á Urriðalæk. Þau sáu ekki sólina hvort fyrir öðru, því Guð hafði snortið hjörtu þeirra beggja og sagt: Þar sem er líf, þar er ást. Þar sem rósin breiðir út krónu sína, þar er ást. Þar sem tár sprettur fram í auga, þar er ást. Þar sem hjarta slær, þar er ást. Frá því þið lítið í augu hvors annars í fyrsta sinni skuluð þið unnast. Frá þeirri stundu skulu sálir ykkar beggja una saman í ljósi þeirrar ástar, sem eg hefi tendrað í hjörtum ykkar. Og braut ykkar að landamerkjum lífs og dauða skal verða blómum stráð, en vökvuð blóði.” Og þau unnust og æfivegur þeirra var blómum stráður. Því þau unnu hvort öðru af hjarta sínu og sál. Og er þau litu í augu hvors annars, þá fanst þeim eins og þúsund englaraddir hvísluðu: “Ást! Ást!” Og í hvert skifti er þau hugsuðu hvort um annað, spratt rós vjð fætur þeirra; rós fyrir hvert hlýlegt orð. Og rósirnar urðu margar, því þau hugs- uðu hvort um annað guðslangan daginn. Og dagarnir liðu og árin liðu. Og þau litu rósir vaxa upp þúsundum saman, en blóð litu þau aldrei,

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.