Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 26

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 26
72 þessar manneskjur voru börn í andlegum skilningi, «n þau unnu hvort öðru og ást þeirra var heit og falslaus. Og líf þeirra var friðsamlegt. Og nábúa- kritur þektist þar ekki. En hún, sem eðlilegt var um konu, var enn for- vitnari um það, sem Pétur spurði um, þótt hún léti það vart í ljós. Og hún var fróðari en hann, þar eð hún hafði kynst þeim, er að garði bar, þá er hann var við vinnu, og fræðst smálítið af þeim. Og þegar eg talaði um glaðværðina í Kristjaníu, skrautlegan fatn- að fólksins, og þess háttar, þá kom það fyrir, að hún lagði vinnuna í kjöltu sér, en aldrei .gleymdi hún að rugga barninu, sem í vöggunni hvíldi. Og vetur fór í hönd. Löng skammdegiskvöldin sat eg og las fyrir þau hjón, og stundum á kvöldin, þegar stjörnubjart var og tunglskin, komu nágrann- ar þeirra og hlustuðu á lestur minn. Og karlmenn- irnir kveiktu í pípunum sínum og konurnar sátu og prjónuðu án afláts, nema þegar vindurinn hvein á glugganum og börnin þeirra, sem þær stundúm tóku jneð sér, urðu hrædd. Þá klöppuðu þær á koll þeim Og sögðu, að ekkert væri að óttast. En stundum, þegar hvesti skyndilega, þá signdu þær sig og sögðu: “Guð gæti þeirra, sem eru á ferðinni í kvöld.” Stundum jafnvel kom Karl, gamli þorpspresturinn, og hvíldi mig frá lestrinum, þegar eg var orðinn þreyttur og hás. Og þannig leið veturinn fljótt. Og vorið kom og eg var enn á heimili Péturs. Og eng- in löngun til þess að hverfa aftur á burt, út í umheim-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.