Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 35

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 35
81 hann er bundin við gleði, djúpa og innilega gleði, sem bægir öllu iþví illa frá hjörtum mannanna.” Hún þagnaði. Því talaði hún um Guð við dreng- inn sinn? Því hræsnaði hún. Hún, sem efaði, var ekki glöð í trúnni. Ekki enn |>á. En hún vildi |>ó verða það. Bað Guð þess, að hún mætti verða það, að drengurinn hennar gæti látið hana verða það. “Tumi minn. Elsku drengurinn minn. Hugsaðu ekki um þetta alt saman. Leiktu þér við fíflana og sóleygjarnar. Og í kvöld skal eg segja þér æfin- týri, ef þú verður góður drengur.” “Strax, mamma?” “Ekki strax, elsku drengurinn minn. Mamma verður að vinna.” “Má eg þá kasta steinum?” “Leiktu þér á túninu, barnið mitt.” “Má eg þá ekki kasta?” “Þú mátt ekki fæla frá netinu.” Með þetta fór hann upp á túnið. Löngunin til þess að kasta steinum var alveg horfin. Hann hafði rekið annan fótinn í hrossabrest, sem hafði týnst fyr um vorið. Svo þaut hann upp á Grástein, hóandi og sigandi og sneri hrossabrestinum. — Það var komið undir kvöld. Sólin komin all- lágt á vesturloft. — Þau voru búin að breiða þvott- inn. Hann hafði hjálpað mömmu sinni. Og hún hafði klappað á kollinn á honum og sagt að hann væri elskulegur.------ Hann sat á hestasteininum með hendurnar í vös-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.