Rökkur - 01.09.1929, Blaðsíða 11
9
hlýtt til bamsins, það veit hamingjan. En
móðirin er ekki dugs!“
Þegar hún raknaði við, var hún leidd
heim inn í fátæiktar heimkynni sifti og látin
hátta. Maren, góðkvendið, hitaði handa henni
öl í skál með smjöri og sykri; það Var
það læknismeðal, sem hún hafði besta trú
á; fór síðan ofan til árinnar og þvoði tauið,
en illa, þó gott gengi henni til; gerði í raun
réttri lítið annað en draga það á land og;
demba því í körfu.
Um kvöldiÖ sat hún hjá þvottabonunni
í hinni fátæklegu stofu hennar. Hún hafði
fengið fáeinar brúnaðar kartöflur og vænt
stykki úr svínslæri hjá eldastúlku bæjar-
fógetans handa sjúklingnum. Drengurinn og
Maren höfðu gott af því, en sú hin sjúka
gladdi sig við lyktina; hún er svo nærandii,
sagði hún í huga sér. i
Og drengurinn var látinn hátta ofan í riúm
hjá móður sinni; hann lá til fóta og hafði
yfir sér gólflepp, sem var stagaður sanmn
úr rauðum og bláum dulum.
Þvottakonunni leið nú betur; heita öliö
hafði styrkt hana, og þá hafði heldur ekki
spilt Jyktin af góða matnum.
„Þakka þér nú fyrir, Maren min góða!“