Rökkur - 01.09.1929, Blaðsíða 45

Rökkur - 01.09.1929, Blaðsíða 45
43 að Bruges geti orðið Antwerpen hættulegur keppinautur í Sramtíðinni, því sennilega fara þá ailir útflutningar úr vesturhluta Belgíu fram frá Bruges; iðnaðurinn í borginni er og rnjög að aukast. I Bruges eru skipasmibastöðvar, vélaverksmiðjur margs konar, járnvinslu- og koparsteypu-verksmiðjur o. s. frv. f heimsstyrjöldinni höfðu Þjóðverjar borgina á valdi sínu frá 14. okt. 1914 — 17. okt. 1918. BruxeUes (á flæmsku Briissel, ensku Brus- sels), höfuðstaður landsins, í miðju landinu (í Brabant) við ána Senne, er fellur í Schelde- fljótið. Með öllum útjaðraborgum mun íbúa- talan vera nál. 780 000. Bruxelles er talin ein- hver fegursta borgin í allri Evrópu. Norðvest- urhlutinn liggur lægst og er elztur (oft kallað- ur flæmski hlutinn); þaðan liggja skipaskurö- irnir til Charleroi og Antwerpen. Suðaustur- hlutinn er á hæð og búa þar frekar efnaðri stéttirnar. Fjöldi merkilegra bygginga er í Bruxelles og ber sérstaklega að nefna Hotel de Ville, sem var bygt á fyrri helming 16. aldar. Þar voru þeir Egmont og Hoorn teknir af lifi 1568, að skipan Alba hertoga. Þá lier að nefna St. Gudule-kirkjuna. I henni er fræg myndastytta, merkilegir útskurðir í tré o. s. frv. Söfn eru stórfræg í Bruxelles og eru þar geymd listaverk heimsfrægra flæmskra meist- ara. Háskólinn þar í borg (Fríháskólinn) var stofnaður 1834. Iðnaðarborg afar mikil og verzl- unar. Þar eru framleiddir kniplingar, skart- gripir alls konar, bronze-, ullar- og baðmullar-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.