Rökkur - 01.09.1929, Blaðsíða 14
12
Sunnudaginn eftir var ég til altaris, til þess
að birti upp í hugskoti mínu. Pá var eins
og ætti það svo að vera, að í pví ég gekk
út úr kirkjunni pá mætti ég Erríki hanskara.
Þá var ég ekki lengur í neinum vafa um
pað, að við ættum saman að stétt og stöðu
til og lífskjörum; — já; hann var metra
að segja prýðisvel efnaður maður; ég gekk
pví beina Ieiö til hans, tök í hendina á
honum og sagði: „Er pér sama í hug til
mín og áður ?“
„Já,“ sagði hann; „æ og æfinlega.“
„Viltu eiga stúlku, sem heiðrar pig og
virðir, en elskar pig ekki. — Það er nú samt
vísast að pað geti lagast.“
„Það mun lagast,“ sagði hann. Og upp á
pað gáfum við svo hvort öðru höndina.
Ég för heim til matmóður minnar. Gull-
hringinn, sem sonur hennar hafði gefið mér,
bar ég við brjöstið innan klæða; ég gat
ekki sett hann upp á daginn, en ég gerði
pað á hverju kvöldi, pegar ég háttaði. Ég
kysti hringinn, svo að mér blæddu variir,
og svo fékk ég hann matmóður minni og
sagði henni, að um næstu helgi mundi verða
lýst með mér og hanskaranum. Þá faðmaði
matmóðir mín mig að sér og kysti mig, og