Rökkur - 01.09.1929, Blaðsíða 15
13
ekki sagði hún þaó, að ég væri ekki dugs,
en það getur verið, að þá hafi ég verið
betri, þvi ég var ekki um það skeið búin
að reyna svo mikið veraldarandstreymi.
Brúðkaupið var haldið um kyndilmessu, og
fyxsta árið gekk alt vel; við höfðum einn
handverkssvein og einn námspilt, og þú,
Maren mín, varst vinnukona hjá okkur.“
„Ó; þú varst ágætis húsmoðir,“ sagði Ma-
ren, ,,ég gleymi því aldrei, hvað þið hjönin
voruð mér göð.“
„Það var nú á göðu árunum, sem þú varst
hjá okkur; við vorum þá enn sem k’omið
var, barnlaus. Stúdentinn sá ég aldrei. Jú;
eftir á að hyggja; ég sá hann; hann kom
hérna til að vera við jarðarför möður sinnar.
Ég sá hann standa við gröfina; hann var
svo náfölur og sorgbitinn; en það var af
möðurmissinuim. Sdnna, þegar faðir hans
sálaðist, var hann erlendis og kom hér ekki’
og hefir ekki komið síðan. Hann kvæntist
aldrei, svo mikáð veit ég; hann var, trúi ég,
málafærslumaður. Eftir mér mundi hann
ekki, og þö hann hefði séð mig, þá .nundi
hann víst ekki hafa þekt mig aftur, svo Ijót
sem ég var orðin. Og það er nú vei fatrið.“
Og hún talaði um sína þttngu andstreymis-