Rökkur - 01.09.1929, Blaðsíða 48
46
rest“, segir höf. í formála. Er bók þessi öll
fróðleg og skerntileg aflestrar, en rúm leyfir
því miður ekki, að hennar sé nánar getið að
sinni.
Ársrit nemendasambands
Laugaskóla 2. ár. Ritstjóri-
Arnór Sigurjónsson.
Þetta rit nemendasambands Laugaskóla í
Þingeyjarsýslu ber vott um óvenjulega mikinn
áhuga. I ritinu er fjöldi greina eftir kennara
og nemendur skólans, margt af því prýðilega
ritað, Ritið ber það með sér, að nemendurnir
verða fyrir hollum áhrifum í skólanum.
Einar Þorkelsson: HagalagDar.
1928.
Einar Þorkelsson er sérkennilegur höfundur.
Stíll hans er ramíslenzkur. Að því leyti ber
hann af öðrum skáldsagnahöfundum, sem nú
eru uppi, nema Guðmundi Friðjónssyni. Dá-
lítið er þó þessi stílsmáti þreytandi til lengdar
og nýtur sín ekki nema í efnismiklum sögum,
en smásögurnar í þessu safni eru yfirleitt efnis-
minni en þær sögur höf., sem áður hafa út
komið í bókarformi. Surnar sögurnar eru laus-
bygðar nokkuð og því áhrifaminni en ella
myndi, en allar bera þær vott um göfugt
hugarfar. Ein sagan í safninu hefir áður komið
í Rökkri, sagan „Ölíkindatólið“.
/ /pikslok, smásögur frá heimsstyrjaldarárim-