Rökkur - 01.09.1929, Blaðsíða 42

Rökkur - 01.09.1929, Blaðsíða 42
40 milli Danco-lands og vesturstrandar Grahams- lands- og Palmer-eyjanna. Fundið og kannað af Belgica-leiðangursmönnunum. Belle-Alliance, búgarður í Suður-Brabant, viö veginn frá Bruxelles til Genappe. Þjóðverjar kalla oft Waterloo-orustuna (Waterloo er par nokkru norðar) Belle-Alliance-orustuna. Beneden, Pierre Joseph van (1809—94), fræg- ur dýrafræðingur. Sonur hans, Edouard van Beneden (1846—90) var prófessor í dýrafræði og líffærafræði við háskólann í Liége. Benoit, Peter (1834—1901), forstjóri músik- konservatoríisins í Antwerpen. Af nafni hans stendur hvað mestur ljómi í allri hljómlistar- sögu Flæmingja. Hann var og frægur kom- pónisti og skrifaði um hljómlistarsöguleg efni á flæmsku. Berchem, B.-lez-Anvers, á flæmsku Berghem, ein af útjaðraborgum Antwerpen. Vigi. Ibúa- tala 32 000. Gólfdúkaiðnaður, sterkjuframleiðsla og tóbaksiðnaður. Bergen, sjá Mons. Bériot, Charles de (1802—70), fiðlusnillingur, mjög frægur og vinsæll á sinni tið. Hann var prófessor við konservatoríið í Bruxelles; kvænt- ur söngkonunni Malibran-Garcia. Tónskáld gott. Dó blindur. Beveren, borg í Austur-Flanders við járn- brautina milli Ghent og Antwerpen, íbúatala 9 10 000. Kniplingaiðnaður, leður, tréskór. Bilsen, bær við ána Demer, ibúatala 3800. Binche, bær í Hennegau (Hainault), við ána

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.