Verktækni - 2019, Side 6

Verktækni - 2019, Side 6
6 Inngangur Hitastig á jörðinni hefur hækkað um 1°C síðan fyrir iðnbyltinguna og mun líklega ná 1.5°C hækkun 2030 til 2052 ef loftslagsbreytingar halda áfram á sama hraða samkvæmt niðurstöðum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC, 2018). Loftslagsbreytingar geta haft áhrif á lýðheilsu með ýmsum hætti, m.a. valdið aukingu á vatnsbornum hópsýkingum (IPCC 2014, IPCC 2018, Roffey o.fl., 2014). Hreint neysluvatn er undirstaða góðrar lýðheilsu. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 2010 að rétturinn til aðgengis að heilnæmu og nægu vatni væru mannréttindi og hreint vatn væri forsenda þess að geta lifað mannsæmandi lífi (Resolution/64/292). Eitt af af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna frá 2015, markmið nr. 6, segir að tryggja eigi aðgengi allra að hreinu vatni fyrir árið 2030 (Resolution/71/313). Mörg önnur markmið varða heilnæmi vatns eins og nr. 3 um heilsu og vellíðan þar sem fækka á veikindum m.a. vegna mengaðs vatns. Tilskipun Evrópusambandsins um neysluvatn frá 1998 er nú til endurskoðunar m.a. til að uppfylla heimsmarkmiðin. Til að minnka kolefnisfótspor neysluvatns, og sporna við loftslags- breytingum, er m.a. stefnt að því að minnka notkun flöskuvatns og bæta orðspor og aðgengi að kranavatni. Þrír veðurtengdir þættir hafa áhrif á forða og gæði vatnsauðlindarinnar: Hærri lofthiti, hækkun á sjávarstöðu og svæðisbundnar breytingar á úrkomu bæði í magni og ákafa (IPCC, 2014; Jiménez Cisneros o.fl., 2014). Hækkun hitastigs mun leiða til þess að óvenjulegt veðurfar verður algengara, svo sem meiri úrkoma á sumum svæðum sem eykur vatnsforða á meðan á öðrum verða meiri þurrkar og þar með vatnsskortur (IPCCA, 2018; Taylor o.fl., 2012). Veðuröfgar hafa aukist síðan 1950 og það eykur hættu á flóðum og hækkandi hiti minnkar sífrera sem eykur líkur á skriðuföllum í fjalllendi, sem geta m.a. valdið skemmdum á vatnsbólum og mannvirkjum vatnsveitna (Seneviatne o.fl., 2012; Kellerer-Pirklbauer o.fl., 2012). Á norðlægum slóðum er spáð aukinni úrkomu á ársgrundvelli (IPCC, 2018). Í Noregi hefur meðalúrkoma t.a.m. aukist um 20% á síðustu hundrað árum, og ákafir rigningaskúrir og skriðuföll hafa aukist umtalsvert (Hanssen-Bauer o.fl., 2009). Loftslagsbreytingar í norður Finnlandi eru taldar valda minni snjóalögum, bráðnun á sífrera og aukingu í flóðum á vetrum sem er talið geta rýrt vatnsgæði í viðkvæmum vatnshlotum (Okkonen o.fl. 2010). Íslenska reglugerðin um neysluvatns, sem var sett árið 2001 (nr. 536/2001) í samræmi við núgildandi EB tilskipun, er nú til endurskoðunar á vegum Atvinnuvega– og nýsköpunarráðuneytisins. Í dag er lítil þekking innanlands á áhrifum loftlagsbreytinga á vatnsból og veitur. Markmið þessarar rannsóknar var að greina helstu áhættuþætti íslenskra vatnsveitna vegna hnattrænna loftslagsbreytinga og gera tillögur um aðgerðir til að stuðla að áframhaldandi afhendingu heilnæms neysluvatns. Aðferðarfræði Þessi grein byggir á rýni á skýrslum og greinum um áhrif loftslagsbreytinga. Rýndar voru erlendar greinar um áhrif loftlagsbreytinga á vatnsauðlindina, með áherslu á norðurslóðir þar sem loftslag, aðstæður, tækni og lagaumhverfi er svipað og hér á landi m.a. norrænar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á vatnsveitur, gæði neysluvatns og aukna hættu á hópsýkingum vegna þeirra. Jafnframt eru rýndar íslenskar skýrslur og greinar. Þær upplýsingar eru heimfærðar upp á rekstur og nýtingu neysluvatns hér á landi. Gögn frá heilbrigðiseftirlitunum tíu, sem framkvæma reglubundna úttektir og taka sýni í samræmi við kröfur neysluvatnsreglugerðarinnar (nr. 536/2001), voru greind. Þar er skráð hvort vatnið er tekið úr borholu, uppsprettu/lind, gröfnum brunni eða er yfirborðsvatn. Einnig er skráð hvort vatnið sé geislað og ástand vatnsbóls er metið sem gott, sæmilegt eða lélegt. Heilbrigðiseftirlitin hafa ekki samræmdar leiðbeiningar um það mat sem gerir niðurstöður ónákvæmar. Örverugreiningar á sýnum eru gerðar hjá rannsóknastofunum Matís ohf, ProMat Akureyri ehf og Sýni ehf. Í samræmi við kröfur reglugerðarinnar er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.