Verktækni - 2019, Blaðsíða 28
28
Tafla 3 Ánægja nemenda með vendikennslu.
Ánægja Fjöldi Greinar
Jákvæð 23 (Al-Zahrani, 2015; Battaglia & Kaya, 2015; Boesner et al., 2015;
Chiang & Wang, 2015; Fautch, 2015; Gilboy et al., 2015;
Gonzalez-Gomez et al., 2016; Hoole et al., 2015; Koo et al., 2016;
Li et al., 2015; Mason et al., 2013; McLaughlin et al., 2013;
McLean et al., 2016; Moraros et al., 2015; Morgan et al., 2014;
Park & Howell, 2015; Porcaro et al., 2016; Simpson & Richards,
2015; Swart & Wuensch, 2016; Tanner & Scott, 2015; Wanner &
Palmer, 2015; Wilson, 2013; Yelamarthi & Drake, 2015)
Jákvæð & neikvæð 1 (Betihavas et al., 2016)
Hlutlaus 1 (Della Ratta, 2015)
Neikvæð 1 (Missildine et al., 2013)
Ekki metin 27
Samtals 53
Greinarnar sem ekki taka fyrir ánægju nemenda (Tafla 3) fjalla um árangur nemenda. Þær segja all flestar
frá jákvæðum (eða hlutlausum) áhrifum vendikennslu á árangur nemenda – en þær eru tæpur helmingur
allra greinanna sem rýndar voru.
Tafla 4 Áhrif vendikennslu á frammistöðu nemenda.
Árangur
Jákvæð 19
Jákvæð eða neikvætt 4
Hlutlaus 4
Neikvæð 1
Ekki metin 25
Samtals 53
Rannsakendur nefndu ýmis atriði sem hafa haft áhrif á frammistöðu nemenda: Nemendur geta ekki
beðið um hjálp á meðan þeir fylgjast með fyrirlestraupptöku (Hotle & Garrow, 2016), frammistaðan er
háð góðum heimaverkefnum og fyrirlestraspurningum (e. in-class quizzes) (Tune et al., 2013),
fyrirlestratíminn þarf að vera nýttur til að virkja nemendur í að beita námsefninu (McLaughlin et al.,
2014) og nemendur koma ekki nægjanlega undirbúnir í tíma (Al-Zahrani, 2015).
Rannsakendurnir nálguðust einnig frammistöðu nemenda á mismunandi máta. Sumir rannsakendur
lögðu áherslu á nemendur sem höfðu einkunnir í lægsta þriðjungnum. Í grein Ryan and Reid (2016) var
frammistaða nemenda í lægsta þriðjungnum einungis tölfræðilega marktæk og niðurstöður þeirra sýndu
einnig að með því að skipta frá hefðbundnum fyrirlestrum yfir í vendikennslu þá varð umtalsverð fækkun
(56%) í hópi nemenda sem sögðu sig úr námskeiðinu eða fengu einkunnirnar D og F. Þessar niðurstöður
eru samhljóma niðurstöðum Gross et al. (2015) sem sýndu að jákvæð áhrif vendikennslu var helst að
greina hjá nemendum sem höfðu lága meðaleinkunn og einnig kvenkyns nemendum.