Verktækni - 2019, Blaðsíða 22

Verktækni - 2019, Blaðsíða 22
22 flipped classroom and the average performance of a final exam, and a strong indication that students who practice the course material during lecture hours will have improved exam grades. Keywords: grades, student ratings, flipped classroom, reversed teaching. Inngangur Rannsóknin sem kynnt er í þessari grein er framhald rannsóknar höfunda þar sem samhengi milli verkefnaálags og prófseinkunna í fyrsta árs verkfræðinámskeiði var kannað (Unnthorsson & Oddsson, 2015). Sú rannsókn náði yfir 10 ára sögu kennslu námskeiðs í verkfræði, frá 2004 til 2014, og samanlagt úrtak var 827 nemendur. Niðurstöðurnar sýndu að það var ekki marktækt samhengi milli breytanna þriggja: Verkefnaálags, ánægju nemenda og prófseinkunnar. Út frá niðurstöðunum ákváðu höfundar að rannsaka frekar hvernig breyta megi högun kennslu þannig að árangur nemenda á lokaprófi yrði betri. Yfir 12 ára reynsla kennara af því að kenna þetta námskeið er að þó nemendur telji sig skilja námsefni vikunnar í fyrirlestratímum þá gera þeir það ekki í tölvuverstímum daginn eftir. Þetta verður til þess að aðstoðakennarar verða að nýta mikilvægan tíma sinn í að fara aftur yfir námsefnið sem kennarinn fór yfir daginn áður. Höfundar hafa ekki einfalt svar við þessu en mögulega er þetta blanda af eftirfarandi: Nemendur mæta ekki undirbúnir í fyrirlestra, nemendur fylgjast ekki með í fyrirlestrum og spyrja því ekki spurninga, nemendur eru vanir því að vera óvirkir í tímum og sjá ekki gildi þess að geta spurt kennara spurninga og einnig að efnið kann hljóma einfalt þegar kennari útskýrir það en þegar nemendur byrja að beita aðferðunum þá vakna spurningar. Höfundar ákváðu að breyta kennsluaðferðum til að takast á við þetta vandamál og höfðu að leiðarljósi að auðvelda nemendum að læra námsefnið, að nemendur myndu hafa gaman af námskeiðinu og að þeim myndi ganga betur á lokaprófi. Ákveðið var að skipta yfir í vendikennslu (e. Flipped teaching) og taka upp fyrirlestra með skjáupptökuhugbúnaði. Meginástæðan fyrir þeirri ákvörðun var að gera nemendum kleift að stjórna því hvenær og hvernig þeir horfa á fyrirlestrana. Að auki þá geta nemendur spilað aftur hluta fyrirlesturs ef þeir þurfa þess og gert hlé og haldið áfram síðar. Með þessari nýbreytni var nemendum gert mögulegt að nýta fyrirlestrana þegar þeir unnu að heimaverkefnum og einnig í tölvuverstímum – þ.a. aðstoðarkennarar gátu bent nemendum á fyrirlestraupptökur og náð þá betur að sinna nemendum sem höfðu spurningar sem ekki var svarað í fyrirlestraupptökunum. Að auki þá var með þessu fyrirkomulagi komið á móts við nemendur sem ekki hefðu getað – vegna mismunandi ástæðna – mætt í hefðbundnu fyrirlestratímana. Tvær útfærslur af vendikennslu voru prófaðar á tveimur árum. Vendikennslan fyrra árið fór fram þannig að fyrirlestratímar voru nýttir í að svara spurningum nemenda úr fyrirlestrum vikunnar. Árið eftir var fyrirkomulaginu breytt þannig að fyrirlestratímarnir voru nýttir til að fara yfir valin hugtök og aðferðir auk þess að æfa nemendur í að beita námsefninu. Rannsóknaspurning Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða hvort nemendum gangi betur á lokaprófi ef stuðst er við vendikennsluaðferðir en þegar stuðst er við hefðbundna fyrirlestra; þ.e., að ákvarða hvort það sé samhengi milli kennsluaðferðar og einkunna á lokaprófi. Markmiðið var einnig að kanna áhrif verkefna í lok fyrirlestratíma á einkunnir á lokaprófi. Við prófuðum eftirfarandi tvær tilgátur: H1: Það er samhengi á milli kennsluaðferðar og meðaleinkunnar á lokaprófi. H2: Í vendikennslu þá er samhengi milli verkefna í fyrirlestratímum og meðaleinkunnar á lokaprófi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.