Verktækni - 2019, Blaðsíða 10
10
Mynd 1 Hlutfall vatnssýna sem uppfylla ekki neysluvatnsreglugerð í fjölda örvera í reglubundnu eftirliti hjá
eftirlitsskyldum vatnsveitum á Íslandi 2010-2014 (Gunnarsdóttir o.fl., 2017).
Tegund og ástand vatnsbóla. Áhætta vegna loftslagsbreytinga er mismunandi eftir tegund og ástandi
vatnsbóla. Búast má við því að vatnsból sem reiða sig á yfirborðsvatn, lindarvatn eða brunnvatn séu
viðkvæmari fyrir áhrifum vegna loftslagsbreytinga en borholur. Meiri hluti vatnsbóla á Íslandi reiða sig á
vatn sem er viðkvæmt fyrir loftslagsbreytingum, nánar tiltekið 60% vatnsbóla hjá stærri vatnsveitum og
82% hjá minni vatnsveitum (mynd 2). Flest vatnsból hjá minni vatnsveitum eru virkjaðar lindir (58%) og
eru um 450 eftirlitsskyldar minni vatnsveitur með slík vatnsból á landinu öllu á meðan lindarsvæði hjá
stærri veitum eru 27 talsins.
Mynd 2 Tegund vatnsbóla hjá a) 48 stórum vatnsveitum (>500 íbúar) og b) 748 minni vatnsveitum (<500
íbúar).
Ástand vatnsbóla er einnig mikilvægur áhættuþáttur þar sem léleg vatnsból mega við minna álagi. Í mati
heilbrigðiseftirlita á ástandi 199 vatnsbóla árið 2012 kemur fram að í 11% tilfella eru vatnsból minni
vatnsveitna metin léleg á meðan vatnsból stærri vatnsveitna er aldrei metið sem slíkt (mynd 3). Þó er vert
að benda á að samræmdar leiðbeiningar eru ekki til fyrir heilbrigðiseftirlitin til að gera slíkt mat og því eru
þetta aðeins vísbendingar.
1,2%
3,0%
4,7%
11,9%
0,6%
3,8%
5,2%
10,2%
0,1%
2,1%
5,1%
7,8%
>5000 501-5000 50-500 <50
0,0%
2,0%
4,0%
6,0%
8,0%
10,0%
12,0%
14,0%
Íbúar á vatnsveitusvæði
Heildargerlafjöldi 22°C
Kólígerlar
E.coli
40%
38%
9%
13%a)
Borholur Lindir Brunnar Yfirborðsvatn
18%
58%
23%
1%
b)
Borholur Lindir Brunnar Yfirborðsvatn