Verktækni - 2019, Blaðsíða 7

Verktækni - 2019, Blaðsíða 7
7 mældur heildargerlafjöldi við 22°C og eru leyfð mörk 100 í ml, kólígerlar og E.coli og þar eru mörkin 0 í 100 ml. Greinist E.coli í sýni er það öruggt merki um saurmengun. Til að fá gróft mat á umfang áhrifanna var gagna aflað frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (HNE) þar sem vatnsból eru mörg hver í fjallshlíð og sérstaklega í skriðuhættu vegna hárra fjalla á Tröllaskaga, í Dalsmynni, Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og Köldukinn. Skriðuhætta og flóðahætta var metin gróflega sem lítil, meðal eða mikil eftir aðstæðum; hæð og halla fjalla, jarðvegsþekju, nálægðar við straumvötn og sögu. Tafla 1 sýnir fjölda vatnsveitna, vatnsbóla og fjölda sýna. Tafla 1 Fjöldi vatnsveitna, vatnsbóla og sýna í úrtaki Stærð Fjöldi vatnsveitna Fjöldi vatnsbóla* Fjöldi sýna Úrtak fyrir áhættuþætti Fleiri en 500 íbúar 48 68 2396 Færri en 500 íbúar 748 770 2091 Samtals 796 838 7787 Úrtak HNE fyrir áhættu- þætti Fleiri en 500 íbúar 3 6 152 Færri en 500 íbúar 169 173 454 Samtals 172 179 606 *Eitt vatnsból er öll vatnstaka sömu gerðar á vatnstökusvæðinu. Út frá þessum gögnum eru dregnir fram helstu áhættuþættir vatnsveitna sem geta orðið fyrir áhrifum frá loftslagsbreytingum og mögulegar afleiðingar greindar. Að lokum voru gerðar tillögur um hvernig stjórnvöld og vatnsveitur geta brugðist við þessum áskorunum til að tryggja vatnsafhendingu og vatnsgæði. Niðurstöður og umræður Vatnsveitur á Íslandi Hér á landi eru um 800 eftirlitsskyldar1 vatnsveitur á skrá 2012, 48 þjóna fleirum en 500 manns en hinar eru minni og litlar vatnsveitar sem þjóna fáum með fasta búsetu en oft þjóna þær mörgum ferðamönnum og/eða stórum sumarhúsasvæðum (Gunnarsdóttir o.fl., 2015a; 2015b). Vatnsveitur sem þjóna fleirum en 500 eru flestar í eigu sveitarfélaga meðan þær minni eru í einkaeigu. Að lokum eru ótaldar litlar einkavatnsveitur sem ekki eru eftirlitsskyldar og þjóna fáum húsum eða sumarhúsum, en vatnsgæði og fjöldi þeirra er óþekktur. Neysluvatn er skilgreint sem matvæli í íslenskum lögum og vatnsveitur því sem matvælafyrirtæki (lög um matvæli nr. 93/1995). Það þarf hreint vatn í flesta starfsemi, þar með talið matvælaframleiðslu, og því eru vatnsveitur mikilvægustu matvælafyrirtæki á hverjum stað. Neysluvatn á Íslandi er að stærstum hluta grunnvatn, eða um 95%, en fátítt er að hafa svo góðan aðgang að grunnvatni. Á Norðurlöndum eru það aðeins Danir og Íslendingar sem geta nýtt sér nær eingöngu grunnvatn sem neysluvatn (Klöve o.fl., 2017). 1 Eftirlitsskyld vatnsveita skv. neysluvatnsreglugerð er vatnsveita sem þjónar 50 manns eða fleirum, eða 20 heimilum/sumarbústöðum, eða þjónar matvælafyrirtækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.