Verktækni - 2019, Blaðsíða 11
11
Mynd 3 Ástand vatnsbóla árið 2012 hjá a) 33 stórum vatnsveitum (>500 íbúar), og b) 166 minni
vatnsveitum (<500 íbúar).
Reglubundnu eftirliti og viðhaldi á geislatækjum Loftslagsbreytingar munu setja meira álag bæði á
inntaks og hreinsunarinnviði eins og fram hefur komið. Í lok árs 2017 voru a.m.k. 60 vatnsveitur sem geisla
hluta eða allt neysluvatn sem frá þeim fer skv. skráningu heilbrigðiseftirlita. Líklega eru fleiri vatnsveitur
með geislun þó það sé ekki skráð hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. Flestar eftirlitsskyldar vatnsveitur með
geislun eru á Vestfjörðum (27), Austurlandi (11), Vesturlandi (8), Norðurlandi vestra (7) og Norðurland
eystra (6). Löng reynsla hér á landi af slíkum tækjum er sú að frávik hafi verið algeng þrátt fyrir geislun.
Saurmenguð sýni hafa fundist í fjórðungi vatnsveitna sem geisla neysluvatn (þ.e. 15 af 60) á fimm ára
tímabili (2010-2014). Þetta gefur til kynna að viðhald og umhirða tækjanna hefur ekki verið sem skyldi.
Mikilvægt er að sía vatnið áður en það er geislað þar sem geislun virkar ekki ef vatnið er ekki alveg tært
og til að fylgjast með því þarf að mæla grugg. Einnig þurfa tækin reglulegt viðhald og skipta þarf um perur
a.m.k. einu sinni á ári. Reglulegt viðhald og eftirlit tækjanna á að vera hluti af innra eftirliti vatnsveitna. Því
er enn mikilvægara en áður að vatnsveitur séu með innra eftirlit til að tryggja rétt viðhald kerfanna og
fyrirbyggja mengun í öllu kerfinu.
Hópsýkingar. Í tengslum við mikla úrkomu og flóð eykst hættan á vatnsbornum hópsýkingum. Sýnt hefur
verið fram á aukna hættu á saurmengun með aukningu á úrkomu og einnig er fylgni á milli aukinnar
úrkomu og vatnsborinna hópsýkinga (Curriero o.fl., 2001, Jean o.fl., 2006; Taylor o.fl., 2009; Tetzlaff o.fl.,
2010). Jafnframt hefur verið sýnt fram á aukna tíðni niðurgangstilfella við hækkandi hitastig en meiri
rannsókna er þörf til að greina smitleiðir (Mellor o.fl., 2016). Í rannsókn á 87 vatnsbornum hópsýkingum
víða um heim voru 55% í kjölfar mikillar úrkomu (Cann o.fl., 2013).
Sænska varnamálastofnunin (Swedish Defence Research Agency) gaf út skýrslu um hættu á örverumengun
í neysluvatni vegna loftslagsbreytinga (Roffey o.fl. 2014). Þar segir að búast megi við aukinni úrkomu sem
hafi neikvæð áhrif á gæði neysluvatns. Búist er við að aukning verði í vatnsbornum hópsýkingum fyrst og
fremst af völdum vírusa og cryptosporidium. Slíkir atburðir hafa t.d. átt sér stað í Svíþjóð eins og árið 2008
yfirfylltist frárennsliskerfið í kjölfar mikilla rigninga og rann út í á þar sem vatnið er tekið fyrir bæinn Lilla
Edets. Um 19% af 13 þúsund íbúum bæjarins veiktust, m.a. af nóróveiru (Roffey o.fl., 2014; Ekvall, 2010).
Næringar- og varnarefnamengun í neysluvatni. Hitastigshækkun hefur áhrif á örverugróður og eykur
hættu á ofauðgun og þörungagróðri. Sýnt hefur verið fram á í Danmörku að miklir regnskúrir auka magn
varnarefna í grunnvatni, aðallega Glyphosat (Rosenbom o.fl., 2010). Hækkandi hitastig lengir
ræktunartímabil og breytir landbúnaði sem eykur áburðarnotkun og því verður meiri hætta á að
97%
3% 0%a)
Gott Sæmilegt Lélegt
74%
15%
11%
b)
Gott Sæmilegt Lélegt