Verktækni - 2019, Qupperneq 11

Verktækni - 2019, Qupperneq 11
11 Mynd 3 Ástand vatnsbóla árið 2012 hjá a) 33 stórum vatnsveitum (>500 íbúar), og b) 166 minni vatnsveitum (<500 íbúar). Reglubundnu eftirliti og viðhaldi á geislatækjum Loftslagsbreytingar munu setja meira álag bæði á inntaks og hreinsunarinnviði eins og fram hefur komið. Í lok árs 2017 voru a.m.k. 60 vatnsveitur sem geisla hluta eða allt neysluvatn sem frá þeim fer skv. skráningu heilbrigðiseftirlita. Líklega eru fleiri vatnsveitur með geislun þó það sé ekki skráð hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. Flestar eftirlitsskyldar vatnsveitur með geislun eru á Vestfjörðum (27), Austurlandi (11), Vesturlandi (8), Norðurlandi vestra (7) og Norðurland eystra (6). Löng reynsla hér á landi af slíkum tækjum er sú að frávik hafi verið algeng þrátt fyrir geislun. Saurmenguð sýni hafa fundist í fjórðungi vatnsveitna sem geisla neysluvatn (þ.e. 15 af 60) á fimm ára tímabili (2010-2014). Þetta gefur til kynna að viðhald og umhirða tækjanna hefur ekki verið sem skyldi. Mikilvægt er að sía vatnið áður en það er geislað þar sem geislun virkar ekki ef vatnið er ekki alveg tært og til að fylgjast með því þarf að mæla grugg. Einnig þurfa tækin reglulegt viðhald og skipta þarf um perur a.m.k. einu sinni á ári. Reglulegt viðhald og eftirlit tækjanna á að vera hluti af innra eftirliti vatnsveitna. Því er enn mikilvægara en áður að vatnsveitur séu með innra eftirlit til að tryggja rétt viðhald kerfanna og fyrirbyggja mengun í öllu kerfinu. Hópsýkingar. Í tengslum við mikla úrkomu og flóð eykst hættan á vatnsbornum hópsýkingum. Sýnt hefur verið fram á aukna hættu á saurmengun með aukningu á úrkomu og einnig er fylgni á milli aukinnar úrkomu og vatnsborinna hópsýkinga (Curriero o.fl., 2001, Jean o.fl., 2006; Taylor o.fl., 2009; Tetzlaff o.fl., 2010). Jafnframt hefur verið sýnt fram á aukna tíðni niðurgangstilfella við hækkandi hitastig en meiri rannsókna er þörf til að greina smitleiðir (Mellor o.fl., 2016). Í rannsókn á 87 vatnsbornum hópsýkingum víða um heim voru 55% í kjölfar mikillar úrkomu (Cann o.fl., 2013). Sænska varnamálastofnunin (Swedish Defence Research Agency) gaf út skýrslu um hættu á örverumengun í neysluvatni vegna loftslagsbreytinga (Roffey o.fl. 2014). Þar segir að búast megi við aukinni úrkomu sem hafi neikvæð áhrif á gæði neysluvatns. Búist er við að aukning verði í vatnsbornum hópsýkingum fyrst og fremst af völdum vírusa og cryptosporidium. Slíkir atburðir hafa t.d. átt sér stað í Svíþjóð eins og árið 2008 yfirfylltist frárennsliskerfið í kjölfar mikilla rigninga og rann út í á þar sem vatnið er tekið fyrir bæinn Lilla Edets. Um 19% af 13 þúsund íbúum bæjarins veiktust, m.a. af nóróveiru (Roffey o.fl., 2014; Ekvall, 2010). Næringar- og varnarefnamengun í neysluvatni. Hitastigshækkun hefur áhrif á örverugróður og eykur hættu á ofauðgun og þörungagróðri. Sýnt hefur verið fram á í Danmörku að miklir regnskúrir auka magn varnarefna í grunnvatni, aðallega Glyphosat (Rosenbom o.fl., 2010). Hækkandi hitastig lengir ræktunartímabil og breytir landbúnaði sem eykur áburðarnotkun og því verður meiri hætta á að 97% 3% 0%a) Gott Sæmilegt Lélegt 74% 15% 11% b) Gott Sæmilegt Lélegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.