Verktækni - 2019, Blaðsíða 50
50
Framleidd orka IKEA
Mynd 12: Framleidd orka frá safnkerfinu hjá IKEA
Yfir viðmiðunarárið framleiddu sólarpanelar á þaki IKEA 10.105 kWh og á gaflinum 2394 kWh eða
samtals 12.499 kWh (DC). Framleidd mánaðarleg orka var á bilinu 25 kWh í desember og 2,6 MWh í júní
sem er rúmlega 100 faldur munur (mynd 5). Meðaltal mánaðarlegrar framleiðslu var því um 1042 kWh.
Mánaðarlegt meðaltal frá sólarsellunum var milli 1,4 kWh/kW í desember og 149 kWh/kW í júní. Sköluð
árleg orka frá kerfinu yfir viðmiðunarárið, heildarframleiðsla deilt með hámarksafli, var 749 kWh/kW
fyrir panela með 20° halla og 591 kWh/kW á gaflinum við 90°. Mest framleiðsla mældist þegar sólin var
lengst á lofti, nálægt sumarsólstöðum 21. júní og minnsta framleiðslan þegar sólin var styst á lofti, nærri
vetrarsólstöðum 21. desember. Framleiðslan yfir vetrarmánuðina (nóvember til febrúar) var mjög lág í
samanburði við aðra mánuði ársins. Þetta má rekja til lægri inngeislunar og snjóhulu yfir safnkerfið.
Einnig kom í ljós að aðalbygging IKEA varpaði skugga á panelana þegar sólin var lágt á lofti (yfir
vetrarmánuðina) snemma morguns. Eins varð ljóst að sólarpanelarnir voru of þétt lagðir á þakinu og
vörpuðu skugga hver á annan þegar sólin var lágt á lofti þrátt fyrir lítinn halla á panelum. Inngeislun sem
tapaðist vegna skugga er ekki talin vera mikil þar sem hún átti sér stað þegar sólin er lágt á lofti og stór
hluti inngeislunar hefði tapast vegna endurkasts frá panelunum. Skuggamyndun og snjóhula er líkleg til
þess að hafa áhrif á samanburð reiknaðra og mældra gilda. Það er því ljóst að snjóhula hafði áhrif á
panelana sem voru á þakinu við 20° og framleiðslan í þeim datt alveg niður þar til snjóa leysti. Snjóhulan
hafði hins vegar ekki mikil áhrif á panelana á gaflinum við 90°.
Orkuframmistaða
Mánaðarleg frammistaða sólarsellukerfis IKEA er sýnd á mynd 6 og meðaltöl yfir viðmiðunar árið eru
gefin í töflu 2. Hæst gildi viðmiðunar-, safnkerfis- og lokastuðuls mældust í júní, 4,8- 5,9 kWh/(kW-dag),
og lægst í desember, <0,10 kWh/(kW-dag). Nýtingarhlutfallið, þ.e. hlutfall framleiddrar orku af
framleiðslugetu kerfisins, var á bilinu 36% í janúar til 87% í september en meðaltal ársins var 69%.
Framleiðslugetan (tafla 2) var að meðaltali 8,1% yfir allt árið, lægst 0,2% í desember og hæst 20,7% í júní.
Skilvirkni sólarsellu var 9,8% og safnkerfis 9,4%. Skilvirkni spennubreytis var mjög stöðug í kringum 97%
en í desember og janúar féll nýtingin niður í 86% þegar heildarframleiðsla kerfisins er mjög lítil og
spennubreytirinn afkastar minna.
53
215
725
1175
2128
2619
1825
1949
1247
430
107 25
0
500
1000
1500
2000
2500
3000
kW
h