Verktækni - 2019, Qupperneq 50

Verktækni - 2019, Qupperneq 50
50 Framleidd orka IKEA Mynd 12: Framleidd orka frá safnkerfinu hjá IKEA Yfir viðmiðunarárið framleiddu sólarpanelar á þaki IKEA 10.105 kWh og á gaflinum 2394 kWh eða samtals 12.499 kWh (DC). Framleidd mánaðarleg orka var á bilinu 25 kWh í desember og 2,6 MWh í júní sem er rúmlega 100 faldur munur (mynd 5). Meðaltal mánaðarlegrar framleiðslu var því um 1042 kWh. Mánaðarlegt meðaltal frá sólarsellunum var milli 1,4 kWh/kW í desember og 149 kWh/kW í júní. Sköluð árleg orka frá kerfinu yfir viðmiðunarárið, heildarframleiðsla deilt með hámarksafli, var 749 kWh/kW fyrir panela með 20° halla og 591 kWh/kW á gaflinum við 90°. Mest framleiðsla mældist þegar sólin var lengst á lofti, nálægt sumarsólstöðum 21. júní og minnsta framleiðslan þegar sólin var styst á lofti, nærri vetrarsólstöðum 21. desember. Framleiðslan yfir vetrarmánuðina (nóvember til febrúar) var mjög lág í samanburði við aðra mánuði ársins. Þetta má rekja til lægri inngeislunar og snjóhulu yfir safnkerfið. Einnig kom í ljós að aðalbygging IKEA varpaði skugga á panelana þegar sólin var lágt á lofti (yfir vetrarmánuðina) snemma morguns. Eins varð ljóst að sólarpanelarnir voru of þétt lagðir á þakinu og vörpuðu skugga hver á annan þegar sólin var lágt á lofti þrátt fyrir lítinn halla á panelum. Inngeislun sem tapaðist vegna skugga er ekki talin vera mikil þar sem hún átti sér stað þegar sólin er lágt á lofti og stór hluti inngeislunar hefði tapast vegna endurkasts frá panelunum. Skuggamyndun og snjóhula er líkleg til þess að hafa áhrif á samanburð reiknaðra og mældra gilda. Það er því ljóst að snjóhula hafði áhrif á panelana sem voru á þakinu við 20° og framleiðslan í þeim datt alveg niður þar til snjóa leysti. Snjóhulan hafði hins vegar ekki mikil áhrif á panelana á gaflinum við 90°. Orkuframmistaða Mánaðarleg frammistaða sólarsellukerfis IKEA er sýnd á mynd 6 og meðaltöl yfir viðmiðunar árið eru gefin í töflu 2. Hæst gildi viðmiðunar-, safnkerfis- og lokastuðuls mældust í júní, 4,8- 5,9 kWh/(kW-dag), og lægst í desember, <0,10 kWh/(kW-dag). Nýtingarhlutfallið, þ.e. hlutfall framleiddrar orku af framleiðslugetu kerfisins, var á bilinu 36% í janúar til 87% í september en meðaltal ársins var 69%. Framleiðslugetan (tafla 2) var að meðaltali 8,1% yfir allt árið, lægst 0,2% í desember og hæst 20,7% í júní. Skilvirkni sólarsellu var 9,8% og safnkerfis 9,4%. Skilvirkni spennubreytis var mjög stöðug í kringum 97% en í desember og janúar féll nýtingin niður í 86% þegar heildarframleiðsla kerfisins er mjög lítil og spennubreytirinn afkastar minna. 53 215 725 1175 2128 2619 1825 1949 1247 430 107 25 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 kW h
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.