Verktækni - 2019, Blaðsíða 12
12
næringaefni og varnarefni leki niður í grunnvatnsgeyminn (Staben o.fl., 2015). Þetta á þá helst við hér á
landi á landbúnaðarsvæðunum t.d. á Suðurlandi. Styrkur þessara efna í grunnvatni er ekki vel þekktur á
þessum svæðum og fáar mælingar á varnarefnum í grunnvatni hafa verið gerðar hér á landi jafnvel þó að
mæling á varnarefnum séu ein af þeim mælingum sem á að gera skv. neysluvatnsreglugerð (Gunnarsdóttir
o.fl., 2016a; Egilsson og Stefánsdóttir, 2014). Í skýrslu Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins (2016) kemur
fram að ekki sé notað mikið af varnarefnum í landbúnaði á Íslandi sem er væntanlega skýringin á því að
þau eru ekki mæld.
Greining á umfangi áhrifa á Norðurlandi eystra
Til að meta mögulegt umfang áhrifa loftslagsbreytinga þá voru gögn frá Heilbrigðiseftirlitssvæði
Norðurlands eystra (HNE) greind. Á svæði HNE eru 172 eftirlitsskyldar vatnsveitur með 179 vatnsbólasvæði
sem þjóna nær 28 þúsund íbúum svæðisins og á því svæði eru a.m.k. 411 eftirlitsskyld matvælafyrirtæki
þ.e. framleiðslufyrirtæki, veitingahús, mötuneyti, mjólkurbú og gistiþjónusta. Vatnsbólin eru fyrst og
fremst lindarsvæði (85%).
Á eftirlitssvæði HNE voru tekin 606 sýni í reglubundnu eftirlit með vatnsveitum á tímabilinu 2010 til 2014.
Frávik í örverum voru 65 talsins og voru hjá 46 vatnsveitum. Flest frávikin (7%) voru í heildargerlafjölda
22°C sem er vísbending um að yfirborðsvatn hafi komist í vatnsból eða óhreinindi í kerfinu (mynd 4a).
Hlutfallið er svipað og á landinu öllu eins og kemur fram á mynd 1. Kólígerlar og E. Coli mældust í 31 og 25
sýnum á þessu tímabili. Þeir eru vísbending á saurmengun og þá fyrst og fremst E.coli. Saurmengun
mældist hjá 16 vatnsveitum á þessum fimm árum.
Þegar orsök frávika eru skoðuð kemur í ljós að stærstur hluti þeirra er mengun í vatnsbóli (75%) en mun
færri í dreifkerfi (22%), sjá mynd 4b. Af þessum 49 frávikum vegna mengunar í vatnsbólum urðu 16 vegna
þess að yfirborðsvatn barst í vatnsból í kjölfar mikilla rigninga. Auk þess féllu þrjú sýni í öllum þremur
eftirlitsþáttum tekin í dreifikerfi hjá Vatnsveitu Árskógssands eftir að skriða eyðilagði vatnsbólið. Í helming
tilfella valda þessir veðuratburðir saurmengun í sýnum. Það má leiða að því líkum að þeir staðir sem hafa
þessi frávik hafi nú þegar orðið fyrir áhrifum vegna loftslagsbreytinga eða að minnsta kosti muni áhætta í
rekstri þessara vatnsveitna aukast að óbreyttu í náinni framtíð.
Mynd 4 a) Frávik í örverum hjá vatnsveitum á svæði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2010-2014, og
b) og orsök frávika (b).
7%
5%
4%
a)
Heildargerlafjöldi 22°C Kólígerlar E.coli
75%
22%
3%b)
Mengun í vatnsbóli
Mengun í dreifikerfi
Mistök í sýnatöku