Verktækni - 2019, Síða 12

Verktækni - 2019, Síða 12
12 næringaefni og varnarefni leki niður í grunnvatnsgeyminn (Staben o.fl., 2015). Þetta á þá helst við hér á landi á landbúnaðarsvæðunum t.d. á Suðurlandi. Styrkur þessara efna í grunnvatni er ekki vel þekktur á þessum svæðum og fáar mælingar á varnarefnum í grunnvatni hafa verið gerðar hér á landi jafnvel þó að mæling á varnarefnum séu ein af þeim mælingum sem á að gera skv. neysluvatnsreglugerð (Gunnarsdóttir o.fl., 2016a; Egilsson og Stefánsdóttir, 2014). Í skýrslu Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins (2016) kemur fram að ekki sé notað mikið af varnarefnum í landbúnaði á Íslandi sem er væntanlega skýringin á því að þau eru ekki mæld. Greining á umfangi áhrifa á Norðurlandi eystra Til að meta mögulegt umfang áhrifa loftslagsbreytinga þá voru gögn frá Heilbrigðiseftirlitssvæði Norðurlands eystra (HNE) greind. Á svæði HNE eru 172 eftirlitsskyldar vatnsveitur með 179 vatnsbólasvæði sem þjóna nær 28 þúsund íbúum svæðisins og á því svæði eru a.m.k. 411 eftirlitsskyld matvælafyrirtæki þ.e. framleiðslufyrirtæki, veitingahús, mötuneyti, mjólkurbú og gistiþjónusta. Vatnsbólin eru fyrst og fremst lindarsvæði (85%). Á eftirlitssvæði HNE voru tekin 606 sýni í reglubundnu eftirlit með vatnsveitum á tímabilinu 2010 til 2014. Frávik í örverum voru 65 talsins og voru hjá 46 vatnsveitum. Flest frávikin (7%) voru í heildargerlafjölda 22°C sem er vísbending um að yfirborðsvatn hafi komist í vatnsból eða óhreinindi í kerfinu (mynd 4a). Hlutfallið er svipað og á landinu öllu eins og kemur fram á mynd 1. Kólígerlar og E. Coli mældust í 31 og 25 sýnum á þessu tímabili. Þeir eru vísbending á saurmengun og þá fyrst og fremst E.coli. Saurmengun mældist hjá 16 vatnsveitum á þessum fimm árum. Þegar orsök frávika eru skoðuð kemur í ljós að stærstur hluti þeirra er mengun í vatnsbóli (75%) en mun færri í dreifkerfi (22%), sjá mynd 4b. Af þessum 49 frávikum vegna mengunar í vatnsbólum urðu 16 vegna þess að yfirborðsvatn barst í vatnsból í kjölfar mikilla rigninga. Auk þess féllu þrjú sýni í öllum þremur eftirlitsþáttum tekin í dreifikerfi hjá Vatnsveitu Árskógssands eftir að skriða eyðilagði vatnsbólið. Í helming tilfella valda þessir veðuratburðir saurmengun í sýnum. Það má leiða að því líkum að þeir staðir sem hafa þessi frávik hafi nú þegar orðið fyrir áhrifum vegna loftslagsbreytinga eða að minnsta kosti muni áhætta í rekstri þessara vatnsveitna aukast að óbreyttu í náinni framtíð. Mynd 4 a) Frávik í örverum hjá vatnsveitum á svæði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2010-2014, og b) og orsök frávika (b). 7% 5% 4% a) Heildargerlafjöldi 22°C Kólígerlar E.coli 75% 22% 3%b) Mengun í vatnsbóli Mengun í dreifikerfi Mistök í sýnatöku
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.