Verktækni - 2019, Blaðsíða 24
24
kennara og aðgerðum hans á skjánum. Kennarinn útskýrði fyrir nemendum með því að teikna á skjáinn –
bæði útskýringamyndir og dæmi um hvernig beita á aðferðunum (stuðst var við Wacom skrifskjá).
Tíminn sem hefði annars farið í hefðbundna fyrirlestra var nýttur til þess að svara spurningum nemenda
sem höfðu horft á upptökurnar og höfðu spurningar sem ekki var svarað í fyrirlestraupptökunum.
Einungis 3-4 nemendur nýttu sér fyrirlestratímana í hverri viku.
Breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi vendikennslunnar vorið 2016. Tíminn sem hefði annars farið í
hefðbundna fyrirlestra var nýttur til þess að útskýra valin hugtök og aðferðir sem voru tekin fyrir í
upptökum fyrir hverja viku. Efni fyrirlestranna var valið af nemendum sem mættu eða af kennara ef
nemendur höfðu engar óskir. Óskir nemenda fengu hærri forgang. Í lok annars hvers fyrirlesturs lagði
kennari fyrir verkefni úr efni vikunnar sem nemendur leystu með því að teikna á blöð. Í lok tímans
skiluðu nemendur inn lausnum sínum og fengu þeir full skil fyrir að hafa reynt við verkefnin – úrlausnir
þeirra voru ekki metnar. Nemendur voru hvattir til þátttöku í tímaverkefnunum með því að láta þau
gilda 5% af lokaeinkunn fyrir námskeiðið.
Gagnasett 1 inniheldur lokaeinkunnir allra 12 áranna. Gagnasett tvö inniheldur upplýsingar um verkefnin
sem nemendur skiluðu inn í lok fyrirlestratímanna. Gagnasett þrjú inniheldur niðurstöður árlegu
kennslukannana sem nemendur taka þátt í.
Greining gagna
Tölfræðileg próf eru notuð í greininni til þess að athuga tvær tegundir tilgáta. Annars vegar hvort tvö
meðalgildi séu tölfræðilega frábrugðin og hins vegar hvort hallatala bestu línu í gegnum ákveðin gildi sé
tölfræðilega frábrugðin núlli (línan sé lárétt). Þegar meðaltöl eru borin saman er Tukey‘s HSD (honestly
significant difference ) prófið notað. Tukey HSD prófið prófar tvíhliða tilgátupróf (e. two-tailed):
H0:μ1 = μ2 = μ3 = … = μm, (1)
Þar sem m er fjöldi meðaltala sem eru borin saman. Prófið gerir ráð fyrir því að gildin í hverjum hópi fylgi
normal dreifingu og hafi hafi sömu dreifni.
Tukey HSD prófið er t-próf með aðlöguðum p-gildum. Aðlögunin er vegna type I villa sem eru líklegri í
pöruðum prófum. Í þessari grein er 95% öryggisbil notað sem þýðir að núll tilgátunni er hafnað ef
aðlöguðu p-gildin eru undir 0,05.
Þegar prófað er hvort hallatala bestu línu, gefin með 𝑌 = β0 + β1𝑋, sé tölfræðilega frábrugðin núlli þá
er núll tilgátan:
H0:β1 = 0, (2)
þar sem β1er hallatala línunnar og β0er skurðpunktur línunnar við Y ás. Meta þarf hallatölu línunnar,
metillinn kallast ?̂?1. Prófunarstiki fyrir metnu hallatöluna fylgir t-dreifingu ef núll tilgátan gildir og hefur
𝑛 − 2 frelsisgráður þar sem n er fjöldi gilda sem notuð eru til að meta hallatöluna.
Þegar prófunarstiki hefur verið reiknaður þá er hann borinn saman við gildi úr Student t-dreifingunni
sem er háð öryggisbilinu sem valið er og gefið er upp skv. APA sniði; t.d. t(𝜈)=X, þar sem 𝜈 er fjöldi
frelsisgráða og X er gildi úr Student t dreifingunni. Í greininni er 95% öryggisbil notað; þ.a., núlltilgátunni
er hafnað ef p er minna en 0,05 og/eða |t(𝜈)| > 2. Til einföldunar þá er t(𝜈) borið saman við töluna 2.
Talan ætti að liggja á bilinu 2-3 þegar frelsisgráðurnar eru fleiri. Í þessari grein er notuð talan 2 sem þýðir
kröfurnar eru örlítið strangari.