Verktækni - 2019, Side 24

Verktækni - 2019, Side 24
24 kennara og aðgerðum hans á skjánum. Kennarinn útskýrði fyrir nemendum með því að teikna á skjáinn – bæði útskýringamyndir og dæmi um hvernig beita á aðferðunum (stuðst var við Wacom skrifskjá). Tíminn sem hefði annars farið í hefðbundna fyrirlestra var nýttur til þess að svara spurningum nemenda sem höfðu horft á upptökurnar og höfðu spurningar sem ekki var svarað í fyrirlestraupptökunum. Einungis 3-4 nemendur nýttu sér fyrirlestratímana í hverri viku. Breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi vendikennslunnar vorið 2016. Tíminn sem hefði annars farið í hefðbundna fyrirlestra var nýttur til þess að útskýra valin hugtök og aðferðir sem voru tekin fyrir í upptökum fyrir hverja viku. Efni fyrirlestranna var valið af nemendum sem mættu eða af kennara ef nemendur höfðu engar óskir. Óskir nemenda fengu hærri forgang. Í lok annars hvers fyrirlesturs lagði kennari fyrir verkefni úr efni vikunnar sem nemendur leystu með því að teikna á blöð. Í lok tímans skiluðu nemendur inn lausnum sínum og fengu þeir full skil fyrir að hafa reynt við verkefnin – úrlausnir þeirra voru ekki metnar. Nemendur voru hvattir til þátttöku í tímaverkefnunum með því að láta þau gilda 5% af lokaeinkunn fyrir námskeiðið. Gagnasett 1 inniheldur lokaeinkunnir allra 12 áranna. Gagnasett tvö inniheldur upplýsingar um verkefnin sem nemendur skiluðu inn í lok fyrirlestratímanna. Gagnasett þrjú inniheldur niðurstöður árlegu kennslukannana sem nemendur taka þátt í. Greining gagna Tölfræðileg próf eru notuð í greininni til þess að athuga tvær tegundir tilgáta. Annars vegar hvort tvö meðalgildi séu tölfræðilega frábrugðin og hins vegar hvort hallatala bestu línu í gegnum ákveðin gildi sé tölfræðilega frábrugðin núlli (línan sé lárétt). Þegar meðaltöl eru borin saman er Tukey‘s HSD (honestly significant difference ) prófið notað. Tukey HSD prófið prófar tvíhliða tilgátupróf (e. two-tailed): H0:μ1 = μ2 = μ3 = … = μm, (1) Þar sem m er fjöldi meðaltala sem eru borin saman. Prófið gerir ráð fyrir því að gildin í hverjum hópi fylgi normal dreifingu og hafi hafi sömu dreifni. Tukey HSD prófið er t-próf með aðlöguðum p-gildum. Aðlögunin er vegna type I villa sem eru líklegri í pöruðum prófum. Í þessari grein er 95% öryggisbil notað sem þýðir að núll tilgátunni er hafnað ef aðlöguðu p-gildin eru undir 0,05. Þegar prófað er hvort hallatala bestu línu, gefin með 𝑌 = β0 + β1𝑋, sé tölfræðilega frábrugðin núlli þá er núll tilgátan: H0:β1 = 0, (2) þar sem β1er hallatala línunnar og β0er skurðpunktur línunnar við Y ás. Meta þarf hallatölu línunnar, metillinn kallast ?̂?1. Prófunarstiki fyrir metnu hallatöluna fylgir t-dreifingu ef núll tilgátan gildir og hefur 𝑛 − 2 frelsisgráður þar sem n er fjöldi gilda sem notuð eru til að meta hallatöluna. Þegar prófunarstiki hefur verið reiknaður þá er hann borinn saman við gildi úr Student t-dreifingunni sem er háð öryggisbilinu sem valið er og gefið er upp skv. APA sniði; t.d. t(𝜈)=X, þar sem 𝜈 er fjöldi frelsisgráða og X er gildi úr Student t dreifingunni. Í greininni er 95% öryggisbil notað; þ.a., núlltilgátunni er hafnað ef p er minna en 0,05 og/eða |t(𝜈)| > 2. Til einföldunar þá er t(𝜈) borið saman við töluna 2. Talan ætti að liggja á bilinu 2-3 þegar frelsisgráðurnar eru fleiri. Í þessari grein er notuð talan 2 sem þýðir kröfurnar eru örlítið strangari.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.