Verktækni - 2019, Blaðsíða 41
41
rafmagnsgirðingum bænda (Kristján Kristjánsson, 2007). Lengi vel hefur mesta framleiðslan á raforku
með sólarrafhlöðum á Íslandi verið í Sesseljuhúsi í Grímsnesi en þar eru 16 stykki af 140 W
sólarpanelum, samtals um 3 kW (Sólheimar, 2019). Sumarið 2018 urðu þáttaskil þegar IKEA á Íslandi setti
upp sólarsafnkerfi 65 panela, 270 W hver, sem skilar 17,55 kW hámarksafli árlega á
höfuðborgarsvæðinu.
Markmið þessa verkefnis var því að meta rafmagnsframleiðslugetu og fjárhagslegan ávinning sólarsella í
Reykjavík, sem liður í að bæta þekkingu á nýtingu sólarorku á norðurslóðum. Lögð var áhersla á að skilja
betur fræðilega inngeislun sólar, áætla kjörstefnu og halla yfirborðs sólarsellu til þess að hámarka
raforkuframleiðslu með sólarsellum. Leitað var til IKEA á Íslandi varðandi að fá aðgang að framleiðslu- og
efnahagslegum gögnum frá fyrsta rekstrarári sólarorkukerfis þeirra til að leggja mat á rekstrargrundvöll
raunverulegra kerfa. Þá var leitast við að leggja mat á umhverfis- og uppsetningarþætti sem hafa áhrif á
framleiðslugetu sólarsella, eða geta leitt til tapa í kerfinu. Niðurstöður þessa verkefnis eiga að geta nýst
áhugasömum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum um frammistöðu sólarsellu kerfis hér á landi og
hagkvæmni þess að setja upp slíkt kerfi. Þessi grein er byggð á meistaraverkefni Sindra Þrastarsonar
(2019) í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Hafa skal í huga að framsetning einstakra niðurstaða
getur verið frábrugðin þeirri í ritgerðinni.
Staðarlýsing: Safnkerfi IKEA
Safnkerfi 65 sólarpanela af gerð BISOL BMU270-35 var gangsett þann 15. júní 2018 á tæknihúsi við
aðalbyggingu IKEA á Íslandi, staðsett í Garðabæ, 64° 04' 26.4"; N 21° 55' 12.0" W og um 38 metra yfir
sjávarmáli. Yfir sólarsellunum er 3.2 mm þykkt hert gler með glampavörn, hannað til að hleypa ljósi vel í
gegnum sig (BISOL, 2018). Hver sólarpanell er uppgefinn með 270 vött hámarksaflgetu (sjá tæknilegar
upplýsingar í töflu 1). Allir panelarnir snúa í hásuður. Samanlagt er uppsett hámarksafl 17,55 kW á 106
fermetra fleti. Ekki reyndist unnt að setja allar 65 sólarsellurnar á þak hússins með 45° halla frá láréttu
vegna tæknilegra örðugleika við þakfestingar. Því voru 50 panelar settir á 82 fermetra þakflöt með 20°
halla frá láréttu (alls 13,5 kW) og 15 panelar á 24 fermetra suður gaflinn á húsinu, þ.e. í lóðréttri stöðu
(alls 4,05 kW). Samkvæmt tæknilegum upplýsingum framleiðanda er nýtni sólarpanels 16,5% og nýtni
sólarsellu 18,5%. Lægri nýtni sólarpanels er eðlileg því milli einstakra sella er bil og því er ákveðinn hluti
af orkunni sem ekki nýtist.