Verktækni - 2019, Qupperneq 41

Verktækni - 2019, Qupperneq 41
41 rafmagnsgirðingum bænda (Kristján Kristjánsson, 2007). Lengi vel hefur mesta framleiðslan á raforku með sólarrafhlöðum á Íslandi verið í Sesseljuhúsi í Grímsnesi en þar eru 16 stykki af 140 W sólarpanelum, samtals um 3 kW (Sólheimar, 2019). Sumarið 2018 urðu þáttaskil þegar IKEA á Íslandi setti upp sólarsafnkerfi 65 panela, 270 W hver, sem skilar 17,55 kW hámarksafli árlega á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þessa verkefnis var því að meta rafmagnsframleiðslugetu og fjárhagslegan ávinning sólarsella í Reykjavík, sem liður í að bæta þekkingu á nýtingu sólarorku á norðurslóðum. Lögð var áhersla á að skilja betur fræðilega inngeislun sólar, áætla kjörstefnu og halla yfirborðs sólarsellu til þess að hámarka raforkuframleiðslu með sólarsellum. Leitað var til IKEA á Íslandi varðandi að fá aðgang að framleiðslu- og efnahagslegum gögnum frá fyrsta rekstrarári sólarorkukerfis þeirra til að leggja mat á rekstrargrundvöll raunverulegra kerfa. Þá var leitast við að leggja mat á umhverfis- og uppsetningarþætti sem hafa áhrif á framleiðslugetu sólarsella, eða geta leitt til tapa í kerfinu. Niðurstöður þessa verkefnis eiga að geta nýst áhugasömum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum um frammistöðu sólarsellu kerfis hér á landi og hagkvæmni þess að setja upp slíkt kerfi. Þessi grein er byggð á meistaraverkefni Sindra Þrastarsonar (2019) í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Hafa skal í huga að framsetning einstakra niðurstaða getur verið frábrugðin þeirri í ritgerðinni. Staðarlýsing: Safnkerfi IKEA Safnkerfi 65 sólarpanela af gerð BISOL BMU270-35 var gangsett þann 15. júní 2018 á tæknihúsi við aðalbyggingu IKEA á Íslandi, staðsett í Garðabæ, 64° 04' 26.4"; N 21° 55' 12.0" W og um 38 metra yfir sjávarmáli. Yfir sólarsellunum er 3.2 mm þykkt hert gler með glampavörn, hannað til að hleypa ljósi vel í gegnum sig (BISOL, 2018). Hver sólarpanell er uppgefinn með 270 vött hámarksaflgetu (sjá tæknilegar upplýsingar í töflu 1). Allir panelarnir snúa í hásuður. Samanlagt er uppsett hámarksafl 17,55 kW á 106 fermetra fleti. Ekki reyndist unnt að setja allar 65 sólarsellurnar á þak hússins með 45° halla frá láréttu vegna tæknilegra örðugleika við þakfestingar. Því voru 50 panelar settir á 82 fermetra þakflöt með 20° halla frá láréttu (alls 13,5 kW) og 15 panelar á 24 fermetra suður gaflinn á húsinu, þ.e. í lóðréttri stöðu (alls 4,05 kW). Samkvæmt tæknilegum upplýsingum framleiðanda er nýtni sólarpanels 16,5% og nýtni sólarsellu 18,5%. Lægri nýtni sólarpanels er eðlileg því milli einstakra sella er bil og því er ákveðinn hluti af orkunni sem ekki nýtist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.