Verktækni - 2019, Blaðsíða 55
55
Ályktanir
Megin tilgangur þessa verkefnis var að meta hvort sólarpanelar væru ákjósanlegur kostur á Íslandi. Horft
var á framleiðslugetu, nýtni og arðsemi. Niðurstaðan er sú að töluverðar hindranir standa í vegi fyrir því
að sólarorka beri sig í þéttbýli sem hefur aðgang að ódýrri endurnýjanlegri raforku s.s. jarðvarma eða
vatnsafli. Sér í lagi er uppsetningarkostnaður hár meðal frumherja, og rekstrarábati takmarkaður. Þá eru
engar ívilnanir frá stjórnvöldum, og kostnaðarsamt fyrir húseigendur að selja raforkuna á kerfið þegar
hún er ekki nýtt á staðnum. Þá getur tíð snjóhula og skuggi dregið úr nýtni sólarsella, og getur takmarkað
þéttleika þeirra á þökum.
Uppsetning IKEA á 65 sólarpanelum er stærsta sólarorkuverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi.
Mikilvægt er að halda áfram að draga lærdóm af slíkri frumherja reynslu með frekari rannsóknum. Með
lækkandi stofnkostnaði og hækkandi nýtni í sólarsellum er líklegt að rekstrarumhverfi þeirra verði
hagstæðari. Sólarsellur hafa alla burði til þess að nýtast vel hér á landi, eins og þær hafa gert í
nágrannalöndum s.s. Noregi og Svíþjóð. Mikilvægt er að greiða fyrir rekstrargrundvelli sólarpanela með
regluverki, og ívilnunum, til þess að gera raforkuframleiðslu á Íslandi fjölbreyttari.
Þakkir
Veðurstofu Íslands og IKEA á Íslandi er þakkað fyrir aðgang að gögnum sem lögðu grunn að verkefninu.
Þórarni Ævarssyni, fyrrum framkvæmdastjóra IKEA og Ólafi Davíð Guðmundssyni hjá Hlaða ehf. er
þakkað fyrir góðar ráðleggingar.
Heimildir
Adaramola, M. S., & Vågnes, E. E. (2014). Preliminary assessment of a small-scale rooftop PV-grid tied in
Norwegian climatic conditions. Energy Conversion and Management, 90, 458-465.
doi:https://doi.org/10.1016/j.enconman.2014.11.028
Axaopoulos, P. (2015). HeliosLab: Open Educational Resources. Athens: Technological Educational
Institute of Athens.
Ayompe, L. M., Duffy, A. P., McCormack, S., & Conlon, M. F. (2011). Measured performance of a 1.72 kW
rooftop grid connected photovoltaic system in Ireland. Energy Conversion and Management,
52(2), 816-825. doi:https://doi.org/10.1016/j.enconman.2010.08.007
BISOL. (06 2018). Sótt frá Multicristalline PV Modules / BMU 255-280 Wp:
http://www.bisol.com/images/Datasheets/EN/BISOL%20Product%20Specification%20BMU_EN.
pdf
Boyle, G. (2004). Renewable Energy. Oxford : Oxford University Press.
Farmer, J. D., & Lafonda, F. (2015). How predictable is technological progress? Research Policy, 45(3),
647-665.
Fraunhofer Institute. (27. 08 2018). Photocoltaics report. Freiburg: Fraunhofer.
Háskóli Íslands. (13. 02 2017). Almanak Háskóla Íslands. Sótt frá Útsýnisskífur og sólúr:
http://www.almanak.hi.is/solur.html
IEA. (2018). Key world energy statistics. International Energy Agency.
IEA. (2018a). Global EV Outlook 2018. OECD/IEA.
IEA PVPS. (2018a). Snapshot of global photovoltaic markets 2018. Paris: IEA.
IPCC. (2014). Climate Change 2014: Synthesis Report. Geneva, Switzerland: IPCC.
Jeffrey R. S. Brownson. (03. 02 2019). 2.11 Collector Orientation. Sótt frá Solar Resource Assessment and
Economics: https://www.e-education.psu.edu/eme810/node/576
Jónsson, T. (2012). Snjór í Reykjavík og á Akureyri, Meðaltal 1981 til 2010. Reykjavík: Veðurstofa Íslands.