Verktækni - 2019, Page 55

Verktækni - 2019, Page 55
55 Ályktanir Megin tilgangur þessa verkefnis var að meta hvort sólarpanelar væru ákjósanlegur kostur á Íslandi. Horft var á framleiðslugetu, nýtni og arðsemi. Niðurstaðan er sú að töluverðar hindranir standa í vegi fyrir því að sólarorka beri sig í þéttbýli sem hefur aðgang að ódýrri endurnýjanlegri raforku s.s. jarðvarma eða vatnsafli. Sér í lagi er uppsetningarkostnaður hár meðal frumherja, og rekstrarábati takmarkaður. Þá eru engar ívilnanir frá stjórnvöldum, og kostnaðarsamt fyrir húseigendur að selja raforkuna á kerfið þegar hún er ekki nýtt á staðnum. Þá getur tíð snjóhula og skuggi dregið úr nýtni sólarsella, og getur takmarkað þéttleika þeirra á þökum. Uppsetning IKEA á 65 sólarpanelum er stærsta sólarorkuverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Mikilvægt er að halda áfram að draga lærdóm af slíkri frumherja reynslu með frekari rannsóknum. Með lækkandi stofnkostnaði og hækkandi nýtni í sólarsellum er líklegt að rekstrarumhverfi þeirra verði hagstæðari. Sólarsellur hafa alla burði til þess að nýtast vel hér á landi, eins og þær hafa gert í nágrannalöndum s.s. Noregi og Svíþjóð. Mikilvægt er að greiða fyrir rekstrargrundvelli sólarpanela með regluverki, og ívilnunum, til þess að gera raforkuframleiðslu á Íslandi fjölbreyttari. Þakkir Veðurstofu Íslands og IKEA á Íslandi er þakkað fyrir aðgang að gögnum sem lögðu grunn að verkefninu. Þórarni Ævarssyni, fyrrum framkvæmdastjóra IKEA og Ólafi Davíð Guðmundssyni hjá Hlaða ehf. er þakkað fyrir góðar ráðleggingar. Heimildir Adaramola, M. S., & Vågnes, E. E. (2014). Preliminary assessment of a small-scale rooftop PV-grid tied in Norwegian climatic conditions. Energy Conversion and Management, 90, 458-465. doi:https://doi.org/10.1016/j.enconman.2014.11.028 Axaopoulos, P. (2015). HeliosLab: Open Educational Resources. Athens: Technological Educational Institute of Athens. Ayompe, L. M., Duffy, A. P., McCormack, S., & Conlon, M. F. (2011). Measured performance of a 1.72 kW rooftop grid connected photovoltaic system in Ireland. Energy Conversion and Management, 52(2), 816-825. doi:https://doi.org/10.1016/j.enconman.2010.08.007 BISOL. (06 2018). Sótt frá Multicristalline PV Modules / BMU 255-280 Wp: http://www.bisol.com/images/Datasheets/EN/BISOL%20Product%20Specification%20BMU_EN. pdf Boyle, G. (2004). Renewable Energy. Oxford : Oxford University Press. Farmer, J. D., & Lafonda, F. (2015). How predictable is technological progress? Research Policy, 45(3), 647-665. Fraunhofer Institute. (27. 08 2018). Photocoltaics report. Freiburg: Fraunhofer. Háskóli Íslands. (13. 02 2017). Almanak Háskóla Íslands. Sótt frá Útsýnisskífur og sólúr: http://www.almanak.hi.is/solur.html IEA. (2018). Key world energy statistics. International Energy Agency. IEA. (2018a). Global EV Outlook 2018. OECD/IEA. IEA PVPS. (2018a). Snapshot of global photovoltaic markets 2018. Paris: IEA. IPCC. (2014). Climate Change 2014: Synthesis Report. Geneva, Switzerland: IPCC. Jeffrey R. S. Brownson. (03. 02 2019). 2.11 Collector Orientation. Sótt frá Solar Resource Assessment and Economics: https://www.e-education.psu.edu/eme810/node/576 Jónsson, T. (2012). Snjór í Reykjavík og á Akureyri, Meðaltal 1981 til 2010. Reykjavík: Veðurstofa Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.