Verktækni - 2019, Page 8

Verktækni - 2019, Page 8
8 Talið er að meðalafrennsli á láglendi á Íslandi sé um 400 m3/s og vatnsveitur nýta einungis örfá prósent af þeim forða (Sigurðsson ofl., 1998; Egilsson og Stefánsdóttir, 2014) og eru Íslendingar með vatnsríkustu þjóðum í heimi miðað við höfðatölu skv. samantekt UNESCO (UNESCO-WWAP, 2003). Á nokkrum svæðum á Íslandi þarf að nota yfirborðsvatn, eða áhrifa frá yfirborðsvatni gætir í leysingum eða við mikla úrkomu þar sem jarðlög eru gropin og jarðvegslög þunn. Hið fyrra er aðallega á tertíer svæðunum á Austurlandi og Vestfjörðum og hið síðara er á virku svæðunum frá nútíma (hólósen), þar sem stærstu grunnvatnsgeymar landsins eru. Yfirborðsvatn er meðhöndlað, oftast síað og geislað, en grunnvatn er sjaldan meðhöndlað nema þegar hætta er á áhrifum frá yfirborðsvatni. Loftslagsbreytingar á Íslandi Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi (Björnsson o.fl., 2008; Björnsson o.fl., 2018) auk þess sem Egilsson og Stefánsdóttir (2014) skoðuðu álagsþætti á grunnvatn. Talið er líklegt að hér hlýni um 1.3-2.3°C fram að miðbiki aldarinnar og að hlýnunin verði meiri að vetri en að sumri (Björnsson o.fl., 2018). Vísbendingar eru um að hlýnunin verði meiri norðanlands en sunnan og vetrarúrkoma oftar í formi regnskúra en snjókomu sem eykur snjóaleysingar. Með bráðnun jökla eykst afrennsli og sjávarstaða hækkar. Landris vegna breytinga á þyngdarsviði næst jöklum dregur úr hækkun sjávar. Langtímahækkun á sjávarstöðu hér á landi er talin verða um 30-40% af hnattrænni meðalhækkun, minnst á Suðausturlandi þar sem landris er mest. Hækkandi sjávarborð eykur hættuna á sjávarflóðum, en þar sem mælingum á sjávarstöðu er ábótavant á Íslandi liggur ekki fyrir hversu mikil slík flóð geta orðið (Björnsson o.fl., 2018). Einnig eru vísbendingar hér á landi um að úrkomuákefð aukist og þrátt fyrir það geti þurrkadögum einnig fjölgað. Nú þegar hefur dregið úr vorflóðum þar sem árstíðarsveiflan er breytt. Á Íslandi má gera ráð fyrir að grunnvatnsgeymar, sérstaklega á gropnum og lekum svæðum, muni stækka vegna aukinnar úrkomu og leysinga jökla. Sífreri er víða í fjalllendi á Íslandi ofan 800 til 900 m.y.s. og slík fjallasvæði eru um 8% af landinu (Etzelmüller o.fl, 2007). Helstu svæðin nálægt byggð eru norðanlands og austan, á t.d. Tröllaskaga, Flateyjarskaga og Smjörfjöllum og víða eru vatnsból í hlíðum fjalla á þessum svæðum. Einnig eru vatnsból víða í fjallshlíðum í öðrum landshlutum s.s. Vestfjörðum og Austfjörðum. Rekja má skriðuföll til bráðnunar á sífrera í íslensku fjalllendi (Sæmundsson o.fl., 2018; Morina o.fl., 2019). Greining á áhættuþáttum Veðurfarsbreytingar hafa áhrif á vatnsgæði, áreiðanleika vatnsafhendingar og rekstrarkostnað vatnsveitna. Þær valda breytingu á úrkomumynstri og úrkomuákafa en ákafari rigningaskúrir auka þörf fyrir hreinsun og eftirlit með vatnsgæðum og auka álag á vatnstökumannvirki og tæknibúnað. Miklir rigningaskúrir samfara snjóbráðnun geta valdið flóðum og skriðuföllum í fjalllendi, sem getur leitt til þess að yfirborðsvatn kemst í vatnsból og valdi mengun, sérstaklega ef frágangi vatnsbóla er ábótavant. Og þó vatnsból séu langt frá mannabyggð er alltaf hætta á að fuglar og önnur dýr séu á svæðinu og að saur frá þeim berist í vatnsból, sérstaklega þar sem jarðvegur er gropinn og ef stutt er niður á grunnvatnsborð eins og er víða hér á landi. Sumstaðar eru vatnsbólin í farvegum skriða sem geta þá eyðilagt vatnsbólið. Hér að neðan eru helstu áhættuþættir loftslagsbreytinga á vatnsveitur greindir og fjallað stuttlega um einkenni þeirra: Flóð og hærri sjávarstaða. Aukin tíðni flóða, sérstaklega á láglendi, mun valda því að vatnsból fara oftar á kaf vegna flóða. Hækkandi sjávarstaða mun að sama skapi ógna vatnsgæðum í vatnsbólum sem eru nálægt sjó. Þetta á við t.d. á Reykjanesi þar sem grunnvatnslinsa flýtur ofan á sjó (Egilsson og Stefánsdóttir, 2014).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.