Verktækni - 2019, Síða 9

Verktækni - 2019, Síða 9
9 Í Svíþjóð er gert ráð fyrir að um 6% vatnsbóla séu í hættu að fara undir vatn (Ojala o.fl., 2007). Mikil flóð geta einnig skolað burt brúm sem vatnsleiðslur eru hengdar í og þá hefur það áhrif á vatnsafhendingu. Skriðuföll. Aukin úrkoma og þiðnun sífrera leiðir til meiri hættu á skriðuföllum. Skriðuföll geta eyðilagt vatnsból en slíkir atburðir hafa nú þegar átt sér stað á Íslandi. Sem dæmi má nefna vatnsból Vatnsveitu Djúpavogs í Búlandsdal og vatnsból Vatnsveitu Árskógssands og Hauganes. Í byrjun júlí 2010 urðu mikil skriðuföll í Búlandsdal sem eyðulögðu inntaksmannvirki Vatnsveitu Djúpavogs. Í kjölfarið greindust saurgerlar og kampýlóbakter í neysluvatni. Í lok júní 2014 féll skriða á tvö vatnsból Vatnsveitu Árskógssandi og Hauganesi og yfirborðsvatn blandaðist neysluvatninu. Í kjölfarið greindust saurkólígerlar í öðru vatnsbólinu. Íbúar þurftu sumir að sjóða vatnið í nokkrar vikur. Í sama óveðri féllu aurskriður með miklum aurburði úr fjalli ofan við bæinn að Völlum í Svarfaðardal og eyðilagði vatnsból bæjarins. Leirinn fyllti einnig eldistjörn á bænum og drap allan silunginn sem í henni var (Norðurslóð 38. árgangur 7. tölublað. 2 júlí 2014). Þá skall hurð nær hælum hjá Vatnsveitu Siglufjarðar um svipað leyti og á Árskógssandi þegar stór aurskriða féll um 100 metra frá vatnsbólinu í Hólsdal (RUV 9.7.2014). Yfirfullar skólplagnir. Aukning ákafra rigningaskúra og flóða valda því að frárennslislagnir fyllast. Það skapar mengunarhættu, sérstaklega í einföldum frárennsliskerfum, þ.e. þegar skólp og regnvatn er í sömu lögnum. Minni hætta er þar sem er tvöfalt frárennsliskerfi þar sem skólp og regnvatn er í sitt hvorri pípunni. Alvanalegt er að lagnir leki og sérstaklega á það við þegar vatnslagnir eru orðnar gamlar og lélegar. Hætta skapast þegar þrýstingur fellur í lekum lögnum þá getur mengað vatn úr skólpi komist inn í neysluvatnslagnirnar, og er þetta sérstaklega hættulegt þar sem neysluvatnslagnir og fráveitulagnir eru í sama skurði. Norðmenn hafa metið þessa áhættu í hæsta flokk í áhættumati á áhrifum loftslagsbreytinga á heilnæmi neysluvatns (Helsedirektorated, 2010). Áhættan þar er metin út frá þremur þáttum, aukningu á atburðum eða aðstæðum sem valda hættu, áhrif á heilsu og hversu auðvelt er að fyrirbyggja mengun. Í Noregi eru stærstur hluti dreifikerfis neysluvatns og skólplagna í sama skurði, eins og hér á landi, sem eykur mjög áhættuna. Svipaðar aðstæður eru einnig í Svíþjóð þar sem yfir 80% af slíkum lögnum eru í sama skurði (Roffley o.fl., 2014). Í Noregi er auk þess talin töluverð hætta á að gæði vatnsauðlindarinnar versni en þar vegur upp á móti að talið er auðvelt að fyrirbyggja það með hreinsun á vatni. Í Noregi fær um 90% íbúa neysluvatn úr yfirborðsvatni sem er í meiri hættu að mengast við breytt veðurfar en grunnvatn. Örverur í neysluvatni. Efnamengun er sjaldgæf í íslenskum vatnsveitum (Gunnarsdóttir o.fl., 2016a; 2016b) en örverumengun er algengari, en fyrst og fremst í minni vatnsveitum (mynd 1). Saurmengun mælist í um 5 til 8% sýna frá minni vatnsveitunum í reglubundnu eftirliti. Hærra hlutfall af saurmengun í sýnum hjá minni vatnsveitum skýrist að einhverju leyti af því að minni vatnsveitur fá sjaldnar vatn úr borholum en þær stærri og einnig er viðhaldi frekar ábótavant hjá þeim minni. Almennt er talið að grunnvatn úr borholum sé betur varið fyrir yfirborðsmengun en þar sem vatnið er tekið úr uppsprettum eða gröfnum brunnum. Að öðru óbreyttu þá má búast við að örverur muni aukast í neysluvatni vegna áhrifa loftslagsbreytinga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.