Verktækni - 2019, Page 13

Verktækni - 2019, Page 13
13 Hætta á að skriða eða flóð skemmi vatnsból var metin sérstaklega á svæði HNE fyrir einstök vatnsból til að fá gróft mat á umfangi áhættunnar. Á sumum svæðum eru vatnsból hátt í fjallshlíðum til að fá sjálfrennsli á bæina og spara þannig rafmagn. Aðgengi að slíkum vatnsbólum er oft erfitt sem gerir viðhald einnig erfitt. Stundum er illmögulegt að koma fyrir girðingum í kringum þau og ef það gert þá eru þær fljótar að falla undan snjóalögum. Vatnsból í fjallshlíðum eru sjaldan skoðuð af heilbrigðiseftirliti og sýni oftast tekin í dreifikerfi. Greining á skriðu- og flóðahættu á svæði HNE leiðir í ljós að skriðuhætta (mikil, meðal eða lítil) er við 53% vatnsbóla eða ríflega helming vatnsbóla og á 5% vatnsbóla er skriðuhættan mikil, en flóðahætta er óveruleg ógn á öllu svæðinu. Mynd 5 Áhættugreining á að skriðuföll og flóð spilli vatnsbólum á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja gæði neysluvatns Greiningin hér að ofan sýnir að nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að halda neikvæðum áhrifum vegna loftslagsbreytinga á gæði neysluvatns í lágmarki. Flokka má aðgerðirnar annarsvegar á ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga og hinsvegar á verksviði vatnsveitna. Það er á ábyrgð vatnsveitna að afhenda heilnæmt neysluvatn en ríkið og sveitarfélög hafa skyldur til að innleiða í lög og reglur og hafa stefnu sem hefur það að markmiði að vernda vatnið og heilnæmi þess, jafnframt því að sjá til að ytra eftirlit sé til staðar. Ríki og sveitarfélög Aðlögun að loftslagsbreytingum. Stjórnvöld þurfa að marka stefnuna og gera aðlögunaráætlun um hvernig eigi að bregðast við breyttum aðstæðum á öllum sviðum, m.a. því sem snýr að neysluvatni og vatnsveitum og taka þá stefnumörkun inn í ákvarðanatöku. Til að styrkja stefnumörkun er nauðsynlegt að auka ýmsar rannsóknir t.d. á flóðahættu, hættu á skriðuföllum, sjávarstöðu og öðrum áhrifum loftlagsbreytinga á vatnsauðlindina, á neysluvatn og gæði þess. Viðbragðsáætlun. Sveitarfélögin, sem bera ábyrgð á eftirliti með neysluvatnsgæðum og vatnsvernd, þurfa að gera áætlun um hvernig vatnsafhendingu skuli háttað á sínu svæði við breyttar aðstæður og gera áhættugreiningu vegna loftslagsbreytinga. Í þeirri áhættugreiningu þarf að meta hættu á saurmengun, 46% 31% 17% 5% 1% 96% 1% 2% 1% 0% 0% 20% 40% 60% 80% 100% Engin hætta Lítil hætta Meðal hætta Mikil hætta Ekki vitað Skriðuföll Flóð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.