Verktækni - 2019, Blaðsíða 15

Verktækni - 2019, Blaðsíða 15
15 til hreinsunar og þegar neysluvatn er síað og geislað þarf að tryggja kerfisbundið viðhald. Nú þegar er löng reynsla hér á landi af slíkum tækjum og eins og áður sagði hafa a.m.k. nær 60 vatnsveitur sett upp geislatæki. En þrátt fyrir það hafa frávik verið algeng þar sem slík tæki eru til staðar. Það þýðir væntanlega að viðhald og umhirða þeirra hefur ekki verið sem skyldi. Það er heldur ekki nægjanlegt að koma sér upp geislun án þess að ráðast að rótum vandans og lagfæra vatnsbólið eða það sem hefur valdið mengun. Varavatnsból. Þar sem vatnsból eru í hættu vegna flóða eða skriðufalla þarf að tryggja aðgengi að varavatnsbóli sem ekki er í slíkri hættu ásamt því að hafa viðbragðsáætlun hvernig megi dreifa vatni í flöskum til að brúa tímabundna stöðvun á öruggri afhendingu. Jafnframt þarf að kortleggja hvar eru viðkvæmir notendur á svæði vatnsveitunnar, t.d. sjúkrastofnanir, skólar og barnaheimili. Endurbætur í dreifikerfi. Í dreifikerfinu getur skapast töluverð hætta við mikið úrhelli þegar frárennslis- lagnir og vatnslagnir eru í sama skurði, eins og algengt er hér á landi. Vatnsveitur þurfa að þekkja hvar þessi hætta er mest og endurnýja gamlar og lekar lagnir og aðskilja frá skolplögnum á skipulagðan hátt. Samhliða þessu eru fráveitur að vinna að blágrænum ofanvatnslausnum þar sem ofanvatni í þéttbýli er veitt í viðtaka sem veitir vatninu niður í jarðveginn á náttúrlega hátt í stað þess að flóðavatnið fari allt í fráveitulagnir (Ráðgjafastofan Alta, 2016). Sú lausn eykur öryggi neysluvatns og styrkir sjálfbæran vatnabúskap. Samantekt Greining á áhættuþáttum í rekstri vatnsveitna sýna að loftslagsbreytingar munu auka hættu í rekstri þeirra og geta leitt til neikvæðra áhrifa á gæði neysluvatns. Heilbrigðiseftirlitin, sem hafa eftirlit með vatnsveitum og neysluvatnsgæðum, hafa metið að ástand 11% vatnsbóla sé lélegt. Algengast er að minni vatnsveitur virki lindir við öflun neysluvatns og eru a.m.k. um 480 lindarsvæði í notkun hjá eftirlitsskyldum vatnsveitum. Á sumum svæðum, þar sem aðstæður leyfa, er algengt að virkja lindir upp í fjallshlíð til að fá sjálfrennsli og spara þannig rafmagn. Það skapar ákveðna hættu á að vatnsbólin eyðileggist af völdum skriðufalla. Líklegt er talið að skriðuföll muni aukast hér á landi vegna loftslagsbreytinga og má eiga von á aukningu á slíkum atburðum í kjölfar mikillar úrkomu. Við gróft mat á einu heilbrigðiseftirlitssvæði, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, þar sem háir fjallgarðar og djúpir dalir einkenna vatnstökusvæðin, kom í ljós að yfir helmingur vatnsbóla voru lindir í fjallshlíð þar sem hætta á skriðuföllum var metin lítil til mikil. Hinsvegar voru fá vatnsból á því svæði þar sem talin er hætta á að flóð spilli vatnsbólinu. Þessi hætta er hins vegar mjög mismunandi eftir landsvæðum. Draga má saman nauðsynlegar aðgerðir ríkis, sveitarfélaga og vatnsveitna vegna nýrra og aukinna ógna vegna loftslagsbreytinga í eftirfarandi atriði: Ríki og sveitarfélög • Marka stefnu um hvernig eigi að tryggja neysluvatn og vatnsgæði m.t.t. nýrra áskoranna vegna loftslagsbreytinga. • Auka vöktun og rannsóknir á vatnsauðlindinni. • Hvert sveitarfélag metur áhrif loftlagsbreytinga á vatnsafhendingu í sínu sveitarfélagi. • Almannavarnir sveitarfélaga taki möguleg áhrif af loftslagsbreytingum á neysluvatnsafhendingu inn í sína viðbragðsáætlun. • Heilbrigðiseftirlitin fylgi því eftir að stærri vatnsveitur setji upp innra eftirlit þar sem það hefur ekki verið gert og jafnframt verði gerðar reglulega ytri úttektir. • Heilbrigðiseftirlitin sjái til þess að gerð verði áhættuúttekt á öllum vatnsbólum og taki þar sérstaklega tillit til hættu á skriðuföllum og flóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.