Verktækni - 2019, Page 25

Verktækni - 2019, Page 25
25 Breytur og mælingar Breyturnar sem notaðar eru í þessari rannsókn eru einkunnir á lokaprófi, einkunnir þeirra sem ná ekki lágmarkseinkunn og niðurstöður árlegs námskeiðsmats sem nemendur tóku þátt í. Lokaprófið var þriggja tíma skriflegt próf sem gildir 40% af lokaeinkunn og nemendur verða að ná prófinu til að standast námskeiðið. Uppbygging lokaprófsins var eins í 16 ár þar sem lykilhugtök og aðferðir voru prófaðar með sjálfstæðum viðfangsefnum sem hvert var um 20% af prófinu. Heimaverkefni annarinnar voru samansett af eldri prófdæmum og lágmarkseinkunn til að ná námskeiðinu var 5.0. Samanburðurinn sem framkvæmdur er í þessari rannsókn styðst einungis við einkunn á lokaprófi og er reiknað meðaltal fyrir hvert ár. Í gegnum árin var aldrei átt við prófeinkunnir; þ.e., þær voru aldrei skalaðar né hliðrað til að uppfylla ákv. „dreifnihugleiðingar“. Færni og þekking nemenda á teiknihugbúnaðinum sem notaður var í námskeiðinu var ekki metin á lokaprófinu. Vikuleg heimaverkefni og lokaverkefni námskeiðsins voru notuð til að meta þá færni og þekkingu. Ánægja nemenda var metinn út frá árlegu mati nemenda á námskeiðinu. Spurningarnar í námskeiðsmatinu breyttust á tímabilinu þannig að til að fá sambærilegar mælingar fyrir öll 12 árin voru fjórir þættir úr matinu notaðir og vigtaðir saman. Þeir fjórir þættir sem voru til staðar í námskeiðsmati allra áranna voru: kennsla, skipulag námskeiðs, gagnsemi námskeiðs og fræðileg hvatning. Þættirnir eru gerðir úr nokkrum spurningum sem hver var metin á Likert kvarða (frá 1 til 5). Gögnin sem rannsóknin byggir á eru meðaltöl hverrar spurningar fyrir hvert ár. Forsendur Niðurstöður þessarar rannsóknar byggja á nokkrum forsendum. Gert er ráð fyrir að lokapróf mæli kunnáttu nemenda á viðeigandi hátt og gert ráð fyrir að niðurstöður kennslukannanna sé hægt að nota sem stika á gæði námskeiða. Í Háskólanum er það valkvætt að svara kennslukönnunum. Þannig aðferðafræði við söfnun gagna getur vart talist viðunandi þegar spurningar eru lagðar fyrir hóp sem á að standa fyrir heildina. Hins vegar sýndu Felder og Brent (2008) að þrátt fyrir gallana sé vel hægt að nota kennslukannanir sem mat á gæði námskeiða. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir að þeir fjórir þættir úr námskeiðsmatinu sem vigtaðir voru saman gefi rétta mynd af ánægju nemenda. Staða þekkingar Leitarniðurstöður í Web of Science gáfu 53 ritrýndar greinar sem taka á vendikennslu. Greinarnar voru frá mismunandi sviðum og fjölluðu um mismunandi efni. Greinarnar komu frá heilbrigðisþjónustu (H - 26), verkfræði (Verk - 9), vísindum (Vís - 11), menntun (M – 2), viðskiptum (Við – 3), félagsvísindum (F – 1) og óþekkt (1). Flestar greinanna fjölluðu um ánægju nemenda (e. satisfaction) eða frammistöðu þeirra (Tafla 2).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.