Verktækni - 2019, Page 30
30
Tafla 5 Samantekt á öllum breytum fyrir hvert ár.
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Fj. nemenda 69 72 64 55 62 65 89 96 96 79 80 51 67
Meðal prófseinkunn
[af 100]
55 58 55 57 59 50 50 55 54 56 54 61 60
Meðal mat nemenda á
námskeiðinu [af 100]
70 60 67 70 69 76 68 74 76 69 67 65 80
Einkunnir og ánægja nemenda síðustu tvö árin (2015 og 2016) eru borin saman við 10 ár þar á undan
(2004 til 2014).
Vendikennsla
Vendikennsla var innleidd árið 2015 með því að skipta út hefðbundnum fyrirlestrum fyrir skjáupptökur af
fyrirlestrum og nýta tímann sem annars hefði farið í fyrirlestra í að svara spurningum nemenda, sem
höfðu horft á fyrirlestrana, varðandi námsefnið.
Til að auðvelda vísindalega framsetningu, var ákveðið að líta á kennsluaðferðirnar þrjár sem mismunandi
meðferðir (e. treatment) sem spegla kennsluaðferðir; þ.e. hefðbundinn fyrirlestur, vendikennslu og
vendikennslu með tímaæfingum (Tafla 6).
Tafla 6 Meðferðir og lýsing þeirra
Meðferð Lýsing Fjöldi
nemenda
Gögn Meðal
lokaeinkunn
T1 Hefðbundnir fyrirlestrar 827 Árin 2004 til 2014 55
T2 Fyrirlestraupptökur
aðgengilegar á vef námskeiðs.
67 Árin 2015 - 2016 (nemendur
sem mættu ekki)
61
T3 T2 með mætingu og
verkefnavinnu
51 Árið 2016 (nemendur sem
mættu 1 to 6 sinnum)
61
Fyrstu 10 árin voru haldnir hefðbundir fyrirlestrar sem við nefnum fyrstu meðferðina (T1 –
meðalprófseinkunn 54,68). Tölfræðileg próf í fyrri rannsókn höfunda (Unnthorsson & Oddsson, 2015)
leiddu í ljós að ekki var hægt að hafna því að meðaltals prófseinkunnir þessara ára voru þær sömu (95%
öryggisbil). Við notum þær niðurstöður til að réttlæta það að taka þessi 10 ár saman í eina meðferð.
Meðferð tvö (T2 – meðalprófseinkunn 60,58) er nemendahópurinn sem fékk vendikennslu árið 2015 og
þriðja meðferðin (T3 – meðalprófseinkunn 60,90) er nemendahópurinn sem fékk árið 2016 vendikennslu
og til viðbótar æfingar í fyrirlestratímum. Tölfræðilegar upplýsingar um einkunnir þessara meðferða eru
sýndar á Mynd 6.