Verktækni - 2019, Page 39
39
Fýsileiki virkjunar sólarorku á norðurslóðum:
Reynsla af sólarpanelum IKEA á Íslandi
Feasibility of a small-scale photovoltaic systems
in cold climate: IKEA solar array case study
Sindri Þrastarsona, Björn Marteinssona, Hrund Ó. Andradóttira.
aUmhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, Hjarðarhaga 2-6, 107 Reykjavík.
Fyrirspurnir:
Sindri Þrastarson
sth227@hi.is
Greinin barst 7. október 2019
Samþykkt til birtingar 7. desember 2019
Ágrip
Á síðustu áratugum hefur verið gríðarleg þróun í nýtni á sólarsellum í heiminum og framleiðslukostnaður
þeirra hefur lækkað mikið. Norðurlöndin hafa tekið markviss skref í að innleiða sólarsafnkerfi þrátt fyrir
takmarkaða inngeislun á veturna. Þáttaskil urðu á Íslandi þegar IKEA setti upp safnkerfi 65 sólarpanela
með 17,55 kW framleiðslugetu í Garðabæ sumarið 2018. Markmið þessa verkefnis var að meta fýsileika
sólarsella í Reykjavík á grundvelli mældrar heildargeislunar í Reykjavík, framleiddri orku safnkerfis IKEA
og fræðum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að heildargeislun í Reykjavík (64°N, 21° V) var að
meðaltali um 780 kWh/m2 á ári (árin 2008-2018), þar af mest 140 kWh/m2 í júlí og minnst 1,8 kWh/m2 í
desember. Orkuframleiðsla á ársgrundvelli er hámörkuð ef sólarsellur snúa í suður í 40° halla, en lægri
halli skilar sambærilegum árangri á sumrin. Hægt er að auka framleiðslu með því að auka halla panela á
veturna yfir 60°. Safnkerfi IKEA framleiddi rúmlega 12 MWh á 12 mánaða tímabili, og var sköluð árleg
orka (árs orku framleiðsla deilt með hámarksafli kerfis) 712 kWh/kW. Nýtingarhlutfall kerfis, þ.e. hlutfall
af mestu hámarksnýtingu, reyndist vera 69% , sem er um 10% lægra en mælst hefur í tveimur
viðmiðunarrannsóknum á norðurslóðum. Rekja má þennan mun til snjó og skuggamyndunar á panela
IKEA auk þess að ekki reyndist unnt að setja panela í kjörhalla vegna tæknilegra takmarkana.
Endurgreiðslutími fjárfestingar IKEA reiknast sem 24 ár, sem tekur mið af lágu raforkuverði á dreifikerfi í
Reykjavík og ófyrirsjáanlegs hás uppsetningarkostnaðar. Sólarorka getur verið ákjósanlegur valkostur í
orkuframleiðslu á Íslandi þegar horft er til framtíðar, meiri reynsla hefur náðst í nýtingu og ef hægt er að
selja raforkuna inn á dreifikerfið.
Lykilorð: Sólarpanelar, orkuframleiðsla, kostnaður, norðurslóðir.