Verktækni - 2019, Blaðsíða 40

Verktækni - 2019, Blaðsíða 40
40 Abstract The efficiency and production costs of solar panels have improved dramatically in the past decades. The Nordic countries have taken steps in instigating photovoltaic (PV) systems into energy production despite limited incoming solar radiation in winter. IKEA installed the first major PV system in Iceland with 65 solar panels with 17.55 kW of production capacity in the summer of 2018. The purpose of this research was to assess the feasibility of PV systems in Reykjavík based on solar irradiation measurements, energy production of a PV array located at IKEA and theory. Results suggests that net irradiation in Reykjavík (64°N, 21° V) was on average about 780 kWh/m2 per year (based on years 2008- 2018), highest 140 kWh/m2 in July and lowest 1,8 kWh/m2 in December. Maximum annual solar power is generated by solar panels installed at a 40° fixed angle. PV panels at a lower angle produce more energy during summer. Conversely, higher angles maximize production in the winter. The PV system produced over 12 MWh over a one-year period and annual specific yield was 712 kWh/kW and performance ratio 69% which is about 10% lower than in similar studies in cold climates. That difference can be explained by snow cover, shadow falling on the panels and panels not being fixed at optimal slope. Payback time for the IKEA PV system was calculated 24 years which considers low electricity prices in Reykjavik and unforeseen high installation costs. Solar energy could be a feasible option in the future if production- and installation costs were to decrease and if the solar PV output could be sold to the electric grid in Iceland. Keywords: solar panels, energy production, cost aspects, northern hemisphere. Inngangur Hlýnun loftslagsins af völdum losunar gróðurhúsaloftegunda af mannavöldum er ótvíræð. Frá árinu 1950 hefur hitastigið í lofthjúpnum og sjónum hækkað, jöklar bráðnað hraðar en nokkru sinni fyrr og sjávarstaða hækkað (IPCC, 2014). Árið 2016 var aðeins um 24,3% af raforku framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu (IEA, 2018). Sólarsellur nýta orku sólarinnar með því að breyta geislun sólar beint í raforku með ljósspennuaðferð og framleiða jafnstraum (Boyle, 2004). Nýting sólarorku hefur vaxið um 30% á ársvísu síðan 2006 upp í 2,1 % hlutdeild raforkuframleiðslu á heimsvísu árið 2018 (IEA PVPS, 2018a). Með örri þróun sólarsella síðustu áratugi hefur kostnaður við þær lækkað, nýtni aukist ásamt því að uppsetning á sólarrafhlöðum er orðin vænlegri kostur en áður var. Frá árinu 1980 hefur kostnaður við hverja sólarsellu lækkað um 10% árlega og áætlað er að kostnaðurinn muni halda áfram að lækka um 10% á ári fram til ársins 2030 (Farmer & Lafonda, 2015). Á Íslandi er 99,99% af raforku framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, og þar af er vatnsorka 71% og jarðvarmaorka 29% (Orkustofnun, 2015). Áherslubreytingar í stefnu stjórnvalda til virkjanakosta landsins og álit almennings á umhverfisáhrifum vatnsafls- og jarðvarmavirkjana gætu haft töluverð áhrif á íslenska orkuframleiðslu. Sífellt reynist erfiðara að fá leyfi stjórnvalda til þess að virkja fallvötn og jarðvarma og gæti frekari virkjun vind- og sólarorku komið í auknum mæli inn í orkunýtingu Íslands í náinni framtíð. Áhugavert er að skoða þann möguleika að framleiða raforku með staðbundnum hætti til beinnar notkunar á heimilum eða fyrirtækjum með sólarsellum. Nýting sólarorku á norðurslóðum til raforkuframleiðslu er takmörkuð af lítilli inngeislun sólar yfir veturinn en einnig mikils orkukostnaðar sólarorku. Framleiðslukostnaður sólarpanela fer hratt lækkandi og norðurlönd hafa því stigið markviss skref í að nýta sólarorku (Adaramola & Vågnes, 2014). Á Íslandi hefur nýting sólarorku til raforkuframleiðslu verið takmörkuð við svæði þar sem dreifikerfi raforku er ekki til staðar t.d. á hálendinu, í sumarbústöðum, hjólhýsum, á ýmsum athugunarstöðvum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.