Verktækni - 2019, Side 53

Verktækni - 2019, Side 53
53 jöfn verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Eðlilegt þótti að ávöxtunarkrafan á verkefnið væri lág þar sem um tilraunarverkefni er að ræða. Tafla 12: Núvirði safnkerfis hjá IKEA. Tími (ár) Dreifbýli Þéttbýli 15 - 4.258.242 - 5.350.304 25 260.962 - 1.985.556 40 11.703.884 6.693.398 Umræður Tæknileg frammistaða sólarsellukerfa á norðurslóðum Halli og bil milli sólarsella er venjulega hagað með því móti að mestri mögulegri framleiðslu sé náð. Í þeim tilgangi má auka halla panela yfir vetrartímann og minnka yfir sumarið þegar sólin er hátt á lofti. Vinsæl nálgun er að setja halla panels jafnt breiddargráðu til þess hámarka geislun yfir árið. Þá má auka hallann um 15° til að ná hámarks geislun yfir veturinn og minnka hallann um 15° til að ná hámarks geislun yfir sumarið (Stanciu & Stanciu, 2014). Slík nálgun útheimtir greiðan aðgang að þaki, og að festingar við þak séu stillanlegar. Eins og áður hefur komið var safnkerfi IKEA ekki með möguleikann á að breyta halla á panelum, en á móti kom að tveir mismunandi hallar voru á þeim (þak og veggur). Í samanburði við aðrar rannsóknir á norðurslóðum, var nýtni safnkerfisins IKEA á Íslandi meira en 15% lægri (sjá töflu 5). Þessi lága nýtni skýrist að hluta af umhverfis þáttum eins og snjóhulu, skugga frá nærliggjandi byggingu, og skugga frá panelum hvorn á annan. Tafla 13: Samanburður þriggja sólarsellu verkefna á norðurslóðum. Stað- og gangsetning GPS (landhæð) Halli, Stefna Gerð sólarsellu Sköluð orka Loka- stuðull Uppgefin nýtni sellu Nýtingar- hlutfall [kWh/kW] [kWh/kW- dag] [%] [%] Ås, Noregi, 20131 60°N, 11°A (105 m.y.s) 37°, S Ein- og fjölkr. 931 2,5 13,3 - 14,5 83 Dublin, Írlandi, 20082 53°N, 6°A -- 53°, S Einkr. 885 2,4 17,2 81,5 IKEA, Íslandi 2018 64°N, 22°A (38 m.y.s) 20° 90°, S Fjölkr. 712 1,89 16,5 69 1 (Adaramola & Vågnes, 2014) 2 (Ayompe, Duffy, McCormack, & Conlon, 2011) Hindranir Þessi rannsókn beinir athygli að því að stofnkostnaður getur verið mjög hár ef ekki er hugað að frágangi og fyrirkomulagi panela strax í upphafi hönnunar byggingar. Huga þarf að festingum panela strax í upphafi, því sumar festingar geta skemmt vatnsvörn þaks. Ef fergja þarf festingarnar þá setur það skorður á halla panela. Til að mynda var talið óráðlegt að setja panela á þaki IKEA í kjörhalla (45°) vegna vinda. Að sama skapi getur 45° halli valdið skuggamyndun sem rýrir framleiðslugetuna eða setur hömlur á hversu marga panela megi setja á láréttan flöt. Þá rýrir tíð snjókoma og skafrenningur, framleiðslugetu lítið hallandi panela, og mögulega líka lóðréttra panela (sjá mynd 2).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.