Verktækni - 2019, Side 53
53
jöfn verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Eðlilegt þótti að ávöxtunarkrafan á verkefnið væri lág þar
sem um tilraunarverkefni er að ræða.
Tafla 12: Núvirði safnkerfis hjá IKEA.
Tími (ár) Dreifbýli Þéttbýli
15 - 4.258.242 - 5.350.304
25 260.962 - 1.985.556
40 11.703.884 6.693.398
Umræður
Tæknileg frammistaða sólarsellukerfa á norðurslóðum
Halli og bil milli sólarsella er venjulega hagað með því móti að mestri mögulegri framleiðslu sé náð. Í
þeim tilgangi má auka halla panela yfir vetrartímann og minnka yfir sumarið þegar sólin er hátt á lofti.
Vinsæl nálgun er að setja halla panels jafnt breiddargráðu til þess hámarka geislun yfir árið. Þá má auka
hallann um 15° til að ná hámarks geislun yfir veturinn og minnka hallann um 15° til að ná hámarks
geislun yfir sumarið (Stanciu & Stanciu, 2014). Slík nálgun útheimtir greiðan aðgang að þaki, og að
festingar við þak séu stillanlegar. Eins og áður hefur komið var safnkerfi IKEA ekki með möguleikann á að
breyta halla á panelum, en á móti kom að tveir mismunandi hallar voru á þeim (þak og veggur). Í
samanburði við aðrar rannsóknir á norðurslóðum, var nýtni safnkerfisins IKEA á Íslandi meira en 15%
lægri (sjá töflu 5). Þessi lága nýtni skýrist að hluta af umhverfis þáttum eins og snjóhulu, skugga frá
nærliggjandi byggingu, og skugga frá panelum hvorn á annan.
Tafla 13: Samanburður þriggja sólarsellu verkefna á norðurslóðum.
Stað- og
gangsetning
GPS
(landhæð)
Halli,
Stefna
Gerð
sólarsellu
Sköluð
orka
Loka-
stuðull
Uppgefin
nýtni sellu
Nýtingar-
hlutfall
[kWh/kW] [kWh/kW-
dag]
[%] [%]
Ås, Noregi,
20131
60°N, 11°A
(105 m.y.s)
37°, S Ein- og
fjölkr.
931 2,5 13,3 - 14,5 83
Dublin, Írlandi,
20082
53°N, 6°A -- 53°, S Einkr. 885 2,4 17,2 81,5
IKEA, Íslandi
2018
64°N, 22°A
(38 m.y.s)
20°
90°, S
Fjölkr. 712 1,89 16,5 69
1 (Adaramola & Vågnes, 2014)
2 (Ayompe, Duffy, McCormack, & Conlon, 2011)
Hindranir
Þessi rannsókn beinir athygli að því að stofnkostnaður getur verið mjög hár ef ekki er hugað að frágangi
og fyrirkomulagi panela strax í upphafi hönnunar byggingar. Huga þarf að festingum panela strax í
upphafi, því sumar festingar geta skemmt vatnsvörn þaks. Ef fergja þarf festingarnar þá setur það
skorður á halla panela. Til að mynda var talið óráðlegt að setja panela á þaki IKEA í kjörhalla (45°) vegna
vinda. Að sama skapi getur 45° halli valdið skuggamyndun sem rýrir framleiðslugetuna eða setur hömlur
á hversu marga panela megi setja á láréttan flöt. Þá rýrir tíð snjókoma og skafrenningur, framleiðslugetu
lítið hallandi panela, og mögulega líka lóðréttra panela (sjá mynd 2).