Verktækni - 2019, Page 54

Verktækni - 2019, Page 54
54 Endurgreiðslutími fyrstu verkefna í núverandi umhverfi er líklegur til að vera langur á svæðum sem hafa aðgang að ódýrri raforku frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum. Til þess að hámarka nýtnina er best að selja umframorku inn á sameiginlegt rafmagnskerfi. . Það er ekki aðlaðandi fyrir örvirkjanir að tengjast netinu vegna kostnaðar og ekki sjálfsagt að netið vilji fá mikið inn af litlum, „óstöðugum“, orkugjöfum og rekstrarumhverfi örvirkjanna takmarkað. Tækifæri fyrir húseigendur og atvinnurekendur Fyrir venjulegt heimili sem notar um 10-12 kWh á dag þyrftu alltaf að koma til rafgeymar eða tenging við dreifikerfið svo heimilið yrði ekki rafmagnslaust yfir vetrartímann. Yfir sumarmánuðina gæti 3 kW kerfi þjónustað heimili yfir daginn. Þau svæði sem eru sérstaklega áhugaverð til uppsetningar á sólarsellum eru köld svæði (þar sem jarðvarma nýtur ekki við) og einangruð svæði (sem ekki eru tengd við dreifikerfi raforkunnar). Á köldum svæðum fer upphitun húsa fram með raforku og á einangruðum svæðum er orkugjafinn jarðefnaeldsneyti sem ekki telst æskilegt. Til þess að þetta gangi eru rafgeymar eða tenging við dreifikerfið nauðsynleg til að anna rafmagnseftirspurn á nóttunni, þegar safnkerfi framleiða ekki orku. Þó svo að sólarsellur nái líklegast ekki að uppfylla alla orkuþörf heimilis yfir veturinn er vel hægt að hugsa sér að sólarsellur sjái um hluta orkuöflunar og geti reynst vel í að minnka álag á dreifikerfi raforkunnar. Áhugavert væri að skoða möguleikann á því að tengja sólarsellukerfi við dreifikerfi raforkunnar, þá væri framleiðsla umfram notkun seld út á dreifikerfið og ef þörf væri á orku yrði hún aðkeypt. Áhugavert væri einnig að skoða möguleikann á því að setja upp sólarsellukerfi sem myndi hlaða beint inn á rafmagnsbíla á meðan þeir standa utan við vinnustað fólks á vinnutíma. Tækifæri fyrir stjórnvöld Erlendis eru víða í boði styrkir eða aðrir hvatar fyrir aðila sem vilja framleiða orku sem einkum er til staðbundinnar notkunar. Í Svíþjóð er styrkja- eða niðurgreiðslukerfi til að styðja við endurnýjanlega orku en í öðrum löndum (t.d. Danmörku og Finnlandi) er notað kerfi sem byggir á kaupum endurnýjanlegrar orku inn á dreifikerfið sem byggir á hagkvæmasta vali hverju sinni (sjá samantektir á reglugerðum á http://www.res-legal.eu). Umhverfislega (og kostnaðarlega) er ekki heppilegt að þurfa að nota rafgeyma til að geyma orku og því áhugaverðari lausn að smáframleiðandinn noti eigin orku þegar hún er í boði en kaupi öðrum kosti orku af dreifineti. Erlendis er þá boðið upp á að umframorka sé seld út á netið til jöfnunar við orku sem þarf að kaupa þaðan. Þessu fylgja vissulega vandkvæði s.s. að staðbundna orkan verður ekki endilega til þegar orkuþurrð er á dreifinetinu og tryggja þarf að orkan sé rétt riðluð fyrir tenginetið. Þrátt fyrir þetta er áhugi á þessum aðferðum þar sem dreifð orkuframleiðsla muni gagnast dreifinetinu og umræðan snýst m.a. um hvernig þetta geti gagnast til að draga úr þörf á að styrkja dreifinet í borgum. Þrátt fyrir góðan aðgang hérlendis að öðrum valkostum í orkuframleiðslu, þá er áhugavert að skoða hvaða tækifæri felast í dreifðri orkuframleiðslu, hvort sem um er að ræða vind- eða sólarorku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.