Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Qupperneq 4

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Qupperneq 4
ástúðlegri samkennd, sem við finnum gagnvart mörgum lífverum, einkanlega þeim, sem náttúran hefur búið hugþekk gerfi. „Konungur fiskanna" er fiska feg- urstur. Hann er einnig gæddur þrótti og baráttudug, sem við dáum. Vopna- og verjulaus berst hann eins og hetja gegn tækjum þeim, sem mannsandinn hefur verið að finna upp og fullkomna um ára- tugi og aldir, og gengur oft með sigur af hólmi. Og það má einnig segja, að hann sigri þótt hann falli. Heiðurinn af viðureigninni er alltaf Iians, á hvorn veginn sem henni lýkur. Það eru til veiðimenn, sem láta sér leikinn nægja og sleppa fiskinum strax og hann hefur gefizt upp. Ef til vill eru þeir vorboðar nýrrar veiðimenningar, sem heimurinn á í vændum um líkt leyti og menn hætta að vega hver annan. En fáir geta enn stært sig af þeim þroska, og mörg vötn verða fallin til sjávar áður en sá veiðiandi hefur sigrað. Við höfum t.d. fæstir efni á að veiða upp á þær spýtur. Til eru einnig menn, eins og gamli Skot- inn, Mc Pherson, sem Negley Farson segir frá í bók sinni, Going Fishing (sbr. grein í 15. og 16. hefti Veiðimannsins), sem hafa tekið að sér það hlutverk, að hjálpa náttúrunni til þess að vernda laxstofn- inn. Ef til vill væri réttara að segja, að hann hafi verið að reyna að draga úr sógun náttúrunnar á seiðunum. En það eru einmitt McPherson og hans líkar, sem við veiðimennirnir ættum að taka okkur til fyrirmyndar. Við ættum að hugsa um það oftar en við gerum, að við eigum ógreiddar skuldir við margar árnar, sem við veiðum í. Það ætti að vera skylda okkar og þeirra, sem leigja árnar, að sjá þeim fyrir klaki, sem jafngildir a. m. k. 2 þeim fiskafjölda, sem úr þeim er veiddur. Laxinn á svo marga óvini, sem sitja um líf hans öllum stundum, að við mennirn- ir ættum að bæta þau víg, sem við fremj- um á kyni hans, en það getum við aðeins með því að setja nóg klak í árnar. Þá ætti það, ekki síður, að vera skylda þeirra, sem netin eiga, að bæta fyrir það afhroð, sem árnar gjalda af völdum þeirra. Slík rán- yrkja er ósæmileg og hlýtur fyrr eða síð- ar að koma þeim í koll, sem hana stunda, ef ekkert verður að gert. Sé svo, í ofaná- lag, eitthvað hæft í þeim orðrómi, sem stundum berst með blænum, að sums- staðar sé enn dregið á hrygningarhyljina á haustin, andstætt öllum lögum, þá er ekki að furða þótt fiskurinn þverri og sumar árnar séu að verða laxlausar. Það ætti að vera sameiginlegt áhuga- mál áreigenda og veiðimanna, að stuðla að fiskiaukningu í ánum. Viðkoman hjá laxinum er ekki svo mikil, að stofninn þoli þá rányrkju, sem rekin er nú víða um land. Það er talið, að úr hrogni úr 20 punda laxi, séu um 16 þús. egg — eða ca. 800 á hvert pund. 10 punda lax hrygnir þá ekki nema 8 þús. eggjum o. s. frv. Þetta er lítil viðkoma í samanburði við ýmsa aðra fiska, t. d. þorskinn, sem mun hrygna ca. 650 þús. eggjum á hvert pd. Þegar svo er athugað, hve mikið fer forgörðum strax í hrygningunni og það afhroð, sem seiðin gjalda í ánum, af völd- um annara fiska, fugla og sjálfra náttúru- aflanna, hætturnar í sjónum og viðtök- urnar, sem fiskurinn fær hjá netamönn- unum, þegar hann kemur aftur til þess að hrygna, þá er ekki að furða þótt hann sé stundum „tregur“ hjá okkur stanga- veiðimönnunum. Veibimaduiunn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.