Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 7

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 7
menn stórlega stærð lax-beinanna og höfðu þó oft séð stóra laxa.“ Neðra-Nes stendur við Þverá, og á hún þá skammt ófarið að ósi við Hvítá. Þetta mun hafa gerst nokkuð löngu fyrir aldamótin 1900. Aðra sögu sagði hann mér um örn og lax: Frá Sólheimatungu fundust lax og örn við Gljúfurá. Voru báðir dauðir. Hafði örninn krækt klóm á öðrum fæti í bakið á laxinum, en klærnar á hinum fætinum voru flæktar í viðarrótum. Laxinn mun hafa verið nálægt 20 pundum. Það mun hafa verið nálægt 1930 að við Þorvaldur bróðir minn sáum óvenju- stóran lax, rétt við Haugsendavað á Hvítá. Lá hann þar við hnaus, skammt frá landi. Lax þessi var mjög auðkennd- ur, því hann var með stóra, hvíta skellu rétt hjá bakugganum. Þessum stóra laxi gáfum við nafnið Skjöldur. Mjög langaði okkur til að veiða þennan lax. Reyndum við öll veiðarfæri, er við áttum, við hann, en árangurslaust. Þegar við höfðum revnt við hann í nokkra daga, fengum við Jón bróður okkar til að reyna við þennan stóra fisk. Hann var svo ótrúlega laginn að veiða stóra laxa. Eftir margar árangurs- lausar tilraunir gat Jón að lokum fengið Skjöld til að taka lítinn silungaspón. — Skjöldur fór að öllu rólega, eins og oft er háttur mjög stórra laxa. Svo stökk hann og hristi úr sér litla silungaöngulinn. Skömmu síðar var hann aftur lagstur við hnausinn sinn. Mörgum stundum eyddum við þrír til að reyna að veiða þenna lax, en árangurs- laust. Þegar leið á sumarið flutti hann sig undir Svarthöfða og lá þar skammt frá landi þegar veiðitímanum lauk. — Snemma í júlí næsta sumar sáum við Þorvaldur geisistóran lax liggja við sama hnausinn og árið áður við Haugsenda- vað. Hann var með stóran hvítan blett rétt hjá bakugganum, því töldum við að þar væri Skjöldur kominn aftur. Stór var Skjöldur fyrra sumarið, en nú var hann ferlegur. Reyndum við að mæla lengd hans, með því að leggja stengur okkar á bakkann á móts við sporð og höfuð, og mæla svo millibilið á milli stanganna, Hugðum við að hann væri nálægt 150 sentimetrum á lengd. Stórlaxaþrá okkar vaknaði þegar við sáum þennan ferlega fisk, en sagan frá sumrinu áður endurtók sig. Skjöldur varð ekki veiddur. Oft, rétt áður en svefninn sækir mig heim, hef ég hugsað um Skjöld. Mörgum sinnum hef ég fundið hann taka í svefn- rofunum. Stundum hef ég þreytt hann langan tíma, en aldrei hef ég dregið hann á land í löndum draumanna. Margt á ég Skildi að þakka. Hann sa i n- færði mig um, að það er ekki sama hvað við hugsum, um leið og við hverfum inn í lönd draumanna. Svanur. sem syndir á bláu vatni, strá, sem bærast í blænum. Þetta og ótal margt fleira er holt að hugsa um, þegar svefninn kemur. Maður, sem sofnar með það í hugan- um, sem hann sá fegurst, er líklegri til að vakna betri maður. Um leið hefur Iiann líka fært guði þökk fyrir lífið eins og það er. Nú hef ég minnst Skjaldar, sem ég tel stærstan af öllum löxum, sem ég hef séð í vatni. En stærsta laxinn, sem ég hef séð og veginn var, veiddi Jón J. Blöndal, bróðir minn, 22. ágúst 1930. Jón veiddi þennan lax rétt fyrir neðan Svarthöfða. Það var Veidimadurinn 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.