Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 16

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 16
hefur frjóvgað hrognin rótar hann svo- lítið mölinni til, og straumurinn jafnar yfir. Þætti laxins er að mestu Jokið þegar hér er komið, og nú verður liann að fela ánni, með öllum hennar dutlungum, áframhaldið. Náttúran er ekki smátæk, (hver laxhrygna fæðir af sér 800—900 seiði fyrir hvert þyngdarpund sitt) en hún krefst líka oft mikilla fórna. Því meiri sem hætturnar eru fyrir tegundirn- ar, þess örlátari er sú hönd, sem sáðinu dreyfir, þótt stundum hrökkvi tæpast til. Hér gefst hið gullna tækifæri til að rétta hjálparhönd. Við hrygningarstöðv- arnar, þessa októberdaga, eru því klak- mennirnir að verki. Það er busl í geymslu- kistunum er þeir draga hvern fiskinn af öðrum upp á bakkann. Bústnar, rauð- gylltar hrygnurnar setja þeir í handar- krikann og strjúka með blautri hendi varlega um kviðinn á þeim, þangað til hrognkornin streyma eins og perlur at' bandi ofan í vatnið í fötunni. Hængurinn er gripinn sömu tökum og svil hans látin renna saman við. Klak- mennirnir stinga hjónunum aftur í hyl- inn, og hræra ofur varlega í þessari töfra- blöndu. Þegar nóg þykir komið er hald- ið af stað í klakhúsið. Þar er allt tilbúið til að taka við frjóvguðum hrognunum og þau eru lögð í sístreymandi vatnið í klakstokkunum, og fyrsta þættinum er lokið. Þetta virðist svo ofur einfallt, en þó eru liðin tvö hundruð ár síðan glögg- skyggn Þjóðverji reyndi þetta í fyrsta sinni, en ekki nema nokkrir tugir ára síðan ágæti hugmyndarinnar var al- mennt viðurkennt. Hin frjóvguðu hrogn eru nú korain á öruggan stað. Vetur garnli og veðráttan, 14 Gísli að starfi. ráða nú engu um það, hver örlög þeirra verða á fyrsta stiginu. Hirognanna er gætt allan veturinn, og nokkru eftir að hið nýja ár er gengið í garð, fara að sjást dökkir blettir í hverju korni. Þetta eru augun — blind að vísu ennþá, en það eru fyrstu merki þess, sem konia skal. Fyrstu merki um að fóstrið er að skapast. Þegar hér er komið, er lífs- magnið í korninu ótrúlega sterkt, og að- eins alvarleg óhöpp geta orðið því að grandi. Og þegar veturinn er liðinn og komið er vor, nýgræðingurinn teygir sig móti birtunni og teygar yl sólarinnar, en ár og lækir renna rólega og blátærir eftir vor- leysingarnar, hafa orðið mikil umskipti í klakstöðinni. Þar er nú heldur en ekki kvikt. Þúsundir — hundruð þúsundir Lítilla laxaseiða réttast úr kútnum og liafa sprengt hýðiskornið. Þeir linappast í botni klakkassanna í iðandi kös. Það sem fyrst vekur athygli við þessa smáfiska, er nestispokinn, sem þeir bera VílÐIMAÐUIUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.