Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Page 19

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Page 19
ari. Auk þess að nota flugu á þessi köst, hef ég nokkrum sinnum notað á þau maðk, þegar lítið vatn var í ánum, en ég hef ekki hugmynd um, hvort það hefur haft nokkra „praktiska“ þýðingu. Á maðkinn fékk ég 36 laxa, svo það má heita að 20 laxar hafi verið dregnir á livert kast að meðaltali. Nú hætta allir að nota „köstin“ og taka upp „nylon“ í stað- inn, sem er svo miklu ódýrara, en ein- hvernveginn kann ég ekki við það enn- þá, auk þess sem mér finnst það hálf 'svikult. Þér voruð að spyrja mig, hver væri reynsla mín með fluguna, hvort ein teg- undin reyndist betur en aðrar, hvort stærðarmunur hefði þýðingu o. s. frv. Satt að segja, þá hef ég lítið gert af því, að athuga þetta kerfisbundið, þannig að nokkuð sé á því að byggja. Það eru svo fáir dagar á sumrinu, er ég hef tækifæri til að vera við veiðiskap, og á þessum fáu dögum eru oft frátafir — fiskur ekki geng- inn, of slæmt veður, heimsókn kunningja, o. s. frv., svo reyndin verður sú, að ef ég kemst í fisk, t. d. göngu, þá reyni ég að fá eins marga fiska og mögulegt er, og þá á þá beituna, sem bezt reynist, hvort sem það er maðkur eða fluga, en þau tilfelli eru ekki mörg, sem manni lánast að kom- ast í „asa fiskirí“. Annars er reynsla mín sú, að ef manni lánast einhverntíma einhver einstök fluga, í einhverri sérstakri á — við skulum segja Blue Charm nr. 4, í Norðurá — þá hættir rnanni til að nota þá flugu frekar en aðrar í framtíðinni. Annars legg ég ekkert upp úr tegundafjölda og nota ekki nema 4—5 tegundir, en stærðarmun- urinn er miklu stærra atriði, frá mínu sjónarmiði og reynslu. Og nú vil ég skýra yður frá því eina skipti, sem ég gaf mér verulegan tíma til að athuga þetta mál með yfirvegun og athygli. Ég var á ferðalagi í fyrrasum- ar, en alls ekki í neinum veiðihug, og heldur ekki með nein veiðitæki með- ferðis. Leið mín lá yfir á, en þar við brúna var veiðimaður, sem var kunningi minn, svo ég staldraði við og gaf mig á tal við hann, því alltaf er gaman að fá aflafréttir. Hann var þá nýkominn í ána þennan dag (um kl. 1 e. h.), og var ekki vel frískur, og bauð hann mér að taka við stönginni, sem var 11 fet og öll mjög veikbyggð, ásamt fluguboxi, en maðk notaði hann ekki. Auðvitað vaknaði upp í mér veiði- hugurinn (eða dýrseðlið) og tók ég fegin- samlega þessu góða boði. Hann vísaði mér á 2—3 staði í ánni, sem hann taldi líklega, en ég var ánni algjörlega ókunnugur. Um kl. 2 e. h. kom ég að álitlegum stað í ánni, og um það var ekki að villast, að þarna var lax, því einn stökk meðan ég gekk niður að ánni og var að athuga staðinn. Þegar ég tók við stönginni var á línunni „Blue Charm“-fluga nr. 6, og byrjaði ég með henni, kastaði nokkrum sinnum og þá reis fiskur á hana, og svona gekk það nokkra stund, þar til að ég taldi litlar líkur til að hann tæki, enda var hann hættur að rísa, svo ég dró inn lín- una, skipti um flugu, og fyrir valinu varð Black Doctor nr. 4. Það þarf ekki að orðlengja það, fiskur tók hana rnjög ákveðið strax. Það gekk sæmilega að þreyta og koma fiskinum á land, þó stöngin væri miklu grennri og veikari en ég á að venjast. Hann reyndist 6 kgr. að þyngd og var hrygna, fögur og spengileg, en þó ekki alveg nýgengin. — Meðan ég var að þreyta fiskinn, Veidimaoukinn 17

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.